Sambúð rokkaranna gengur vel Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2014 09:30 Hér eru meðlimir Vintage Caravan stoltir á svip við sendibíl sem þeir nota á ferðalögum. Mynd/Einkasafn „Við erum búnir að vera hér í bráðum þrjá mánuði og erum allavega ekki enn búnir að kyrkja hver annan,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan. Hann skipar sveitina ásamt Guðjóni Reynissyni trommuleikara og Alexander Erni Númasyni bassaleikara og saman fluttu þeir til Sønderborg í Danmörku til að elta rokkstjörnudrauminn. Þeir búa saman í kjallaraíbúð. „Við æfum, sofum og borðum saman. Við erum með allt hér, meira að segja líkamsræktaraðstöðu og hænur úti í garði,“ útskýrir Óskar Logi. Hann segir sambúðina ganga mjög vel og þeir semji mjög mikið af efni. „Við erum komnir með efni í tvær plötur, við semjum eiginlega of mikið af efni,“ segir Óskar Logi og hlær. Þeir félagar fjárfestu í sendibíl sem hefur reynst hentugur. „Við höfum tekið tónleikaferðalög hér og þar. Við sitjum þá þrír saman fram í með fullan bíl af græjum.“ Hann segir slík tónleikaferðalög ekki hafa verið möguleg nema þeir hefðu flutt út. „Þetta hefur bjargað okkur, það er svo dýrt að fljúga og borga yfirvigt og svona,“ bætir Óskar Logi við. Sveitin hefur spilað mikið á árinu og gerir ráð fyrir að undir lok árs hafi hún leikið á um níutíu tónleikum á erlendri grundu og er bókuð út árið. „Við erum að fara spila á Wacken-tónlistarhátíðinni í ágúst og einnig að fara í langt tónleikaferðalag með sænsku hljómsveitinni Blues Pills sem er lofandi sveit,“ segir Óskar Logi.Mikael Åkerfeldt, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Opeth, heillaðist af plötu sveitarinnar. „Já, hann fékk að heyra plötuna okkar frá skipuleggjanda tónlistarhátíðar sem við vorum að spila á. Núna eigum við meiri séns á að túra með þeim,“ segir Óskar Logi léttur í lundu. Sveitin er með samning við bókunarfyrirtækið Rock The Nation og er fyrirtækið iðið við að skipuleggja tónleika. Þeir félagar koma fram á Eistnaflugi í kvöld en stoppa þó stutt hér á landi. „Við komum bara heim í tvo eða þrjá daga og svo aftur út. Við reiknum samt með að taka upp næstu plötu á Íslandi eftir áramót.“ Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Við erum búnir að vera hér í bráðum þrjá mánuði og erum allavega ekki enn búnir að kyrkja hver annan,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan. Hann skipar sveitina ásamt Guðjóni Reynissyni trommuleikara og Alexander Erni Númasyni bassaleikara og saman fluttu þeir til Sønderborg í Danmörku til að elta rokkstjörnudrauminn. Þeir búa saman í kjallaraíbúð. „Við æfum, sofum og borðum saman. Við erum með allt hér, meira að segja líkamsræktaraðstöðu og hænur úti í garði,“ útskýrir Óskar Logi. Hann segir sambúðina ganga mjög vel og þeir semji mjög mikið af efni. „Við erum komnir með efni í tvær plötur, við semjum eiginlega of mikið af efni,“ segir Óskar Logi og hlær. Þeir félagar fjárfestu í sendibíl sem hefur reynst hentugur. „Við höfum tekið tónleikaferðalög hér og þar. Við sitjum þá þrír saman fram í með fullan bíl af græjum.“ Hann segir slík tónleikaferðalög ekki hafa verið möguleg nema þeir hefðu flutt út. „Þetta hefur bjargað okkur, það er svo dýrt að fljúga og borga yfirvigt og svona,“ bætir Óskar Logi við. Sveitin hefur spilað mikið á árinu og gerir ráð fyrir að undir lok árs hafi hún leikið á um níutíu tónleikum á erlendri grundu og er bókuð út árið. „Við erum að fara spila á Wacken-tónlistarhátíðinni í ágúst og einnig að fara í langt tónleikaferðalag með sænsku hljómsveitinni Blues Pills sem er lofandi sveit,“ segir Óskar Logi.Mikael Åkerfeldt, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Opeth, heillaðist af plötu sveitarinnar. „Já, hann fékk að heyra plötuna okkar frá skipuleggjanda tónlistarhátíðar sem við vorum að spila á. Núna eigum við meiri séns á að túra með þeim,“ segir Óskar Logi léttur í lundu. Sveitin er með samning við bókunarfyrirtækið Rock The Nation og er fyrirtækið iðið við að skipuleggja tónleika. Þeir félagar koma fram á Eistnaflugi í kvöld en stoppa þó stutt hér á landi. „Við komum bara heim í tvo eða þrjá daga og svo aftur út. Við reiknum samt með að taka upp næstu plötu á Íslandi eftir áramót.“
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira