Allir þurfa bakland Rúnar Freyr Gíslason skrifar 8. október 2014 07:00 Þegar ég kom úr meðferð fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári leið mér ekki vel. Mér fannst ég vera búinn að tapa í lífinu. Alkóhólisti með þrjár meðferðir að baki á sama árinu. Ég upplifði mikið vonleysi, fannst ég vera einn og yfirgefinn og framtíðin leit ekki vel út. En þegar ég fór af stað út í lífið fann ég strax að allt þetta var rangt. Ég átti mína menntun, hafði enn mína hæfileika og það sem mestu skipti, ég átti frábæra fjölskyldu, vini og vinnufélaga sem stóðu við bakið á mér. Ég átti öflugt bakland sem átti mjög stóran þátt í bata mínum. Það gerði það að verkum að ég þurfti aldrei að vera einn í mínum þjáningum. Ég átti alltaf einhvern að. Það var og er mér ótrúlega dýrmætt. En sumir eiga ekkert bakland. Þeir koma úr meðferð og fá enga aðstoð. Einu vinirnir eru gömlu neyslufélagarnir. Engin fjölskylda er til staðar, engin menntun, ekkert öryggisnet. Þess vegna er ekkert skrýtið að þetta fólk fari aftur út í neyslu. Því finnst ekkert annað vera í boði. En það þarf ekki að vera þannig. Við, Íslendingar, eigum að hjálpa þessu fólki, veita þeim það bakland sem það skortir. Mikið af þessu fólki hefur aldrei fengið neinn stuðning. Ekki einu sinni í æsku. Sumir áttu fárveika foreldra í vímuefnaneyslu. Þeim gekk kannski illa í skóla, var hafnað félagslega og fóru fljótlega sjálfir að leita skjóls í fíkniefnum. Margt af þessu fólki fer svo út í glæpi og endar í fangelsi. Þar fer það svo jafnvel í ennþá meiri neyslu og er inn og út úr fangelsum árum saman.Efla þarf úrræðin Af hverju veitum við þessu fólki ekki þá hjálp sem það þarf og á skilið? Þetta fólk er sjúklingar sem þurfa læknishjálp. Og í þeirra tilviki dugar ekki venjuleg meðferð. Þess vegna þarf að efla úrræðin, lengja sjúkravist og eftirfylgni með þessu fólki. Við hjá SÁÁ erum reiðubúin með þannig úrræði, úrræði sem ganga út á að tryggja þessu fólki bakland. Við viljum leyfa því að vera lengur inni í meðferð og að henni lokinni viljum við hjálpa því af stað út í þjóðfélagið. Við viljum nota 37 ára reynslu samtakanna og veita þessu fólki baklandið sem það aldrei hafði. Baklandið sem átti svo stóran þátt í að hjálpa mér og fjölmörgum öðrum að ná bata við sjúkdómnum alkóhólisma. Í dag hefst formlega söfnun SÁÁ sem ber yfirskriftina: Treystum baklandið. Við höldum þá afmælis- og baráttufund í Háskólabíói og eru allir velkomnir. Við höfum nú þegar sent valgreiðsluseðla á fjölmörg fyrirtæki og viðtökurnar eru vægast sagt frábærar. Almenningi gefst kostur á símasöfnun þar sem fólk hringir í símanúmer og styrkir þar með starf SÁÁ í þessum málaflokki. Ég vil af öllu hjarta hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að aðstoða okkur við þetta mikilvæga og aðkallandi verkefni. Hringið í síma 903-1001 fyrir 1.000 króna stuðning, 903-1003 fyrir 3.000 króna stuðning og 903-1005 fyrir 5.000 króna stuðning. Takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom úr meðferð fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári leið mér ekki vel. Mér fannst ég vera búinn að tapa í lífinu. Alkóhólisti með þrjár meðferðir að baki á sama árinu. Ég upplifði mikið vonleysi, fannst ég vera einn og yfirgefinn og framtíðin leit ekki vel út. En þegar ég fór af stað út í lífið fann ég strax að allt þetta var rangt. Ég átti mína menntun, hafði enn mína hæfileika og það sem mestu skipti, ég átti frábæra fjölskyldu, vini og vinnufélaga sem stóðu við bakið á mér. Ég átti öflugt bakland sem átti mjög stóran þátt í bata mínum. Það gerði það að verkum að ég þurfti aldrei að vera einn í mínum þjáningum. Ég átti alltaf einhvern að. Það var og er mér ótrúlega dýrmætt. En sumir eiga ekkert bakland. Þeir koma úr meðferð og fá enga aðstoð. Einu vinirnir eru gömlu neyslufélagarnir. Engin fjölskylda er til staðar, engin menntun, ekkert öryggisnet. Þess vegna er ekkert skrýtið að þetta fólk fari aftur út í neyslu. Því finnst ekkert annað vera í boði. En það þarf ekki að vera þannig. Við, Íslendingar, eigum að hjálpa þessu fólki, veita þeim það bakland sem það skortir. Mikið af þessu fólki hefur aldrei fengið neinn stuðning. Ekki einu sinni í æsku. Sumir áttu fárveika foreldra í vímuefnaneyslu. Þeim gekk kannski illa í skóla, var hafnað félagslega og fóru fljótlega sjálfir að leita skjóls í fíkniefnum. Margt af þessu fólki fer svo út í glæpi og endar í fangelsi. Þar fer það svo jafnvel í ennþá meiri neyslu og er inn og út úr fangelsum árum saman.Efla þarf úrræðin Af hverju veitum við þessu fólki ekki þá hjálp sem það þarf og á skilið? Þetta fólk er sjúklingar sem þurfa læknishjálp. Og í þeirra tilviki dugar ekki venjuleg meðferð. Þess vegna þarf að efla úrræðin, lengja sjúkravist og eftirfylgni með þessu fólki. Við hjá SÁÁ erum reiðubúin með þannig úrræði, úrræði sem ganga út á að tryggja þessu fólki bakland. Við viljum leyfa því að vera lengur inni í meðferð og að henni lokinni viljum við hjálpa því af stað út í þjóðfélagið. Við viljum nota 37 ára reynslu samtakanna og veita þessu fólki baklandið sem það aldrei hafði. Baklandið sem átti svo stóran þátt í að hjálpa mér og fjölmörgum öðrum að ná bata við sjúkdómnum alkóhólisma. Í dag hefst formlega söfnun SÁÁ sem ber yfirskriftina: Treystum baklandið. Við höldum þá afmælis- og baráttufund í Háskólabíói og eru allir velkomnir. Við höfum nú þegar sent valgreiðsluseðla á fjölmörg fyrirtæki og viðtökurnar eru vægast sagt frábærar. Almenningi gefst kostur á símasöfnun þar sem fólk hringir í símanúmer og styrkir þar með starf SÁÁ í þessum málaflokki. Ég vil af öllu hjarta hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að aðstoða okkur við þetta mikilvæga og aðkallandi verkefni. Hringið í síma 903-1001 fyrir 1.000 króna stuðning, 903-1003 fyrir 3.000 króna stuðning og 903-1005 fyrir 5.000 króna stuðning. Takk!
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun