Er ekki kominn tími til að tengja? Þórunn Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Nýverið eyddi ég dágóðum tíma í Bandaríkjunum við uppbyggingu sprotafyrirtækis og tók meðal annars þátt í prógrammi sem er sérstaklega ætlað sprotafyrirtækjum í tækni. Á þeim stutta tíma sem ég varði þar í landi lærði ég sitthvað um uppbyggingu tengslanetsins, en um það hef ég áður fjallað hér á síðum Markaðarins. Eitt það fyrsta sem ég lærði við komuna til Bandaríkjanna var að taka alla fundi sem buðust. Jafnvel þótt um væri að ræða fjárfesta eða fagaðila sem ég vissi fyrir víst að væru ekki á því sviði sem við störfuðum. Stundum kom ekkert út úr fundunum, en iðulega fengum við tvær til þrjár kynningar þar sem viðkomandi sagði að við værum ekki á hans sviði en að hann þekkti einhvern sem við ættum að tala við. Taktu því alla fundi sem þér bjóðast – þú veist aldrei hvað kemur út úr þeim!Undirbúðu tengslaviðburði vel Ef þú færð boð á tengslaviðburð ætti það fyrsta sem þú gerir, eftir að hafa skráð þig á viðburðinn, að skoða gestalistann ef hann er opinber. Fylgdu á Twitter þeim sem ætla að mæta á og skoðaðu hvort þeir halda úti bloggsíðum eða eru áberandi í fjölmiðlum. Þannig slærðu tvær flugur í einu höggi; þú veist hverja þú þarft algjörlega að hitta á umræddum viðburði; og þú getur verið tilbúin/n með viðeigandi ísbrjóta. Skoðaðu líka Twitter-handföngin sem notuð eru í tengslum við viðburðinn og tístu einhverju daginn sem viðburðurinn er haldinn til að láta vita að þú mætir og til að auka líkurnar á því að aðrir gestir muni kynna sér þig fyrir viðburðinn.Vertu alltaf með nafnspjöldin á þér Að lokum vil ég nefna mikilvægi þess að vera alltaf (alltaf!) með nafnspjöld á þér. Ég hef í sakleysi mínu farið á veitingastað að hitta vinkonu og áður en ég veit af er ég búin að hitta fjölda fólks sem hefur áhuga á því sem ég er að gera og vill tengjast á Twitter og LinkedIn. Verandi með erfitt íslenskt nafn er ólíklegt að nokkur sem ég hitti muni muna hvað ég hét þegar heim er komið og því hverfandi líkur á því að þau fylgi mér á samfélagsmiðlunum án þess að vera með nafnspjald frá mér. Sem minnir mig á upplýsingarnar sem ættu að vera á spjaldinu. Nafn, titill, netfang og símanúmer eru staðall. En bættu líka við Twitter- og LinkedIn-upplýsingum þínum og fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nýverið eyddi ég dágóðum tíma í Bandaríkjunum við uppbyggingu sprotafyrirtækis og tók meðal annars þátt í prógrammi sem er sérstaklega ætlað sprotafyrirtækjum í tækni. Á þeim stutta tíma sem ég varði þar í landi lærði ég sitthvað um uppbyggingu tengslanetsins, en um það hef ég áður fjallað hér á síðum Markaðarins. Eitt það fyrsta sem ég lærði við komuna til Bandaríkjanna var að taka alla fundi sem buðust. Jafnvel þótt um væri að ræða fjárfesta eða fagaðila sem ég vissi fyrir víst að væru ekki á því sviði sem við störfuðum. Stundum kom ekkert út úr fundunum, en iðulega fengum við tvær til þrjár kynningar þar sem viðkomandi sagði að við værum ekki á hans sviði en að hann þekkti einhvern sem við ættum að tala við. Taktu því alla fundi sem þér bjóðast – þú veist aldrei hvað kemur út úr þeim!Undirbúðu tengslaviðburði vel Ef þú færð boð á tengslaviðburð ætti það fyrsta sem þú gerir, eftir að hafa skráð þig á viðburðinn, að skoða gestalistann ef hann er opinber. Fylgdu á Twitter þeim sem ætla að mæta á og skoðaðu hvort þeir halda úti bloggsíðum eða eru áberandi í fjölmiðlum. Þannig slærðu tvær flugur í einu höggi; þú veist hverja þú þarft algjörlega að hitta á umræddum viðburði; og þú getur verið tilbúin/n með viðeigandi ísbrjóta. Skoðaðu líka Twitter-handföngin sem notuð eru í tengslum við viðburðinn og tístu einhverju daginn sem viðburðurinn er haldinn til að láta vita að þú mætir og til að auka líkurnar á því að aðrir gestir muni kynna sér þig fyrir viðburðinn.Vertu alltaf með nafnspjöldin á þér Að lokum vil ég nefna mikilvægi þess að vera alltaf (alltaf!) með nafnspjöld á þér. Ég hef í sakleysi mínu farið á veitingastað að hitta vinkonu og áður en ég veit af er ég búin að hitta fjölda fólks sem hefur áhuga á því sem ég er að gera og vill tengjast á Twitter og LinkedIn. Verandi með erfitt íslenskt nafn er ólíklegt að nokkur sem ég hitti muni muna hvað ég hét þegar heim er komið og því hverfandi líkur á því að þau fylgi mér á samfélagsmiðlunum án þess að vera með nafnspjald frá mér. Sem minnir mig á upplýsingarnar sem ættu að vera á spjaldinu. Nafn, titill, netfang og símanúmer eru staðall. En bættu líka við Twitter- og LinkedIn-upplýsingum þínum og fyrirtækisins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar