Red Bull fyrir rétt Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2014 12:00 Charlie Whiting, ráðgjafi um túlkun reglna FIA. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. Red Bull vill ná í annað sætið og stigin 18 sem fást fyrir það. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) vill standa fast á sínu og halda trúverðuleika sínum. Málið snýst um að samkvæmt reglum má eldsneytisflæði í formúlubílum ekki fara yfir 100 kg/klst. Red Bull taldi sig ekki hafa farið yfir það og segir að þeirra mælitæki muni sanna það. Formlegur flæðimælir í bíl Ricciardo sýndi tölur yfir leyfilegu marki. Aðgerðir Red Bull eru líka til skoðunar. Red Bull brást ekki rétt við, liðið hunsaði tæknilegar leiðbeiningar sem öll lið fá útgefnar af Charlie Whiting. Sem segja hvað skal gera ef flæðimælir bilar. Einnig hunsaði liðið afskipti FIA í keppninni sjálfri. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner telur liðið hafa haft fullan rétt til að hunsa afskipti FIA, sem voru í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar Charlie Whiting. Vegna þess að þær eru ekki bindandi heldur einungis leiðbeiningar að mati Horner. Óttast er að ef Red Bull tekst að sannfæra dómarana þá muni það hafa gríðarlegar afleiðingar. Allir geta þá farið að fylgja reglum eftir eigin mælingum og formleg mælitæki fái að fjúka.Graeme Lowdon liðsstjóri Marussia sagði „það myndi opna flóðgáttir.“ „Það er ástæða fyrir því að við höfum kerfi þar sem FIA gefur þeirra álit. Það gerist mjög oft,“ sagði Lowdon. „Við leitum álits hjá Charlie Whiting á mörgum atriðum og hann gefur það og ég held að það sé almennt talið gott fyrir liðin að fylgja því áliti, jafnvel þó að það sé ekki gert hluti af reglum,“ hélt Lowdon áfram. Ef Red Bull vinnur málið kemst liðið í annað sæti í keppni bílasmiða. Liðið er nú í fjórða sæti. Það er því mikið í húfi. Formúla Tengdar fréttir Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. 20. mars 2014 16:15 Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. Red Bull vill ná í annað sætið og stigin 18 sem fást fyrir það. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) vill standa fast á sínu og halda trúverðuleika sínum. Málið snýst um að samkvæmt reglum má eldsneytisflæði í formúlubílum ekki fara yfir 100 kg/klst. Red Bull taldi sig ekki hafa farið yfir það og segir að þeirra mælitæki muni sanna það. Formlegur flæðimælir í bíl Ricciardo sýndi tölur yfir leyfilegu marki. Aðgerðir Red Bull eru líka til skoðunar. Red Bull brást ekki rétt við, liðið hunsaði tæknilegar leiðbeiningar sem öll lið fá útgefnar af Charlie Whiting. Sem segja hvað skal gera ef flæðimælir bilar. Einnig hunsaði liðið afskipti FIA í keppninni sjálfri. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner telur liðið hafa haft fullan rétt til að hunsa afskipti FIA, sem voru í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar Charlie Whiting. Vegna þess að þær eru ekki bindandi heldur einungis leiðbeiningar að mati Horner. Óttast er að ef Red Bull tekst að sannfæra dómarana þá muni það hafa gríðarlegar afleiðingar. Allir geta þá farið að fylgja reglum eftir eigin mælingum og formleg mælitæki fái að fjúka.Graeme Lowdon liðsstjóri Marussia sagði „það myndi opna flóðgáttir.“ „Það er ástæða fyrir því að við höfum kerfi þar sem FIA gefur þeirra álit. Það gerist mjög oft,“ sagði Lowdon. „Við leitum álits hjá Charlie Whiting á mörgum atriðum og hann gefur það og ég held að það sé almennt talið gott fyrir liðin að fylgja því áliti, jafnvel þó að það sé ekki gert hluti af reglum,“ hélt Lowdon áfram. Ef Red Bull vinnur málið kemst liðið í annað sæti í keppni bílasmiða. Liðið er nú í fjórða sæti. Það er því mikið í húfi.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. 20. mars 2014 16:15 Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43 Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26 Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull áfrýjar máli Ricciardo Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk. 20. mars 2014 16:15
Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar. 16. mars 2014 13:43
Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. 16. mars 2014 08:26
Samantekt frá Ástralíukappakstrinum Nýtt keppnistímabil hófst í Formúlu 1 í morgun þegar keppt var í Ástralíu. Fyrsta mótið lofar góðu fyrir framhaldið. 16. mars 2014 20:48