Innlent

Mín skoðun: „Þetta var rán, framið fyrir opnum tjöldum“

„Ríkisútvarpið fór 357 milljónir fram úr fjárlögum sínum,“ segir Mikael Torfason í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag.

„Það er eins og Ríkisútvarpið hafi fengið rúman þúsundkall að láni frá sérhverjum Íslendingi. Líka ungabörnunum. Ríkisútvarpið virðist meira að segja hafa farið með krumlur sínar ofan í barnavagna og vöggur og snapað af þeim einum fjólubláum. Og þetta gerði Ríkisútvarpið án ábyrgðar.“

Mikael segir þetta hafa verið rán, framið fyrir opnum tjöldum og algjörlega án afleiðinga.

„Þetta verður bókfært í lið í ríkisbókhaldinu sem heitir „Úps sorrý!“. Og skattgreiðendurnir? Jú við verðum að fyrirgefa. Segja „ekkert mál, bara ekki láta þetta gerast aftur. Hvað er þúsundkall milli vina?“ Ef þetta væri svona einfalt væri ég glaður maður en sjálftöku Ríkisútvarpsins á almannafé, hún stoppar ekki þarna.“

Pistil Mikaels má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×