Ekkert félagslíf, engin samskipti, „röddin mín“ er dáin Elsa G. Björnsdóttir skrifar 9. október 2014 12:18 Félagslegi sjóðurinn sem borgar táknmálstúlkun í daglegu lífi er uppurinn, AFTUR! Döff geta ekki lengur sinnt félagslífi, sótt námskeið sem þeir hafa jafnvel borgað fyrir, farið á fundi, eða notað símatúlkinn til að hringja og staðan hjá döff íþróttamönnum er svört. Samfélagið okkar er lítið og fámennt en innan þess hrærist mikil virkni og mikið líf. Við erum til dæmis virkir þátttakendur í KFR (Keilufélag Reykjavíkur). Þar eru 18 döff keilarar sem skiptast í þrjú döff lið, eitt kvenna og tvö karlalið. Innan KFR, eru alls 10 lið. Í hverju þeirra er einn fyrirliði þannig að af 10 fyrirliðum eru 3 döff fyrirliðar. Nýlega var sett upp nýtt fyrirkomulag með dómgæslu í keppnum og á mótum fyrir þetta leikár. Í því fyrirkomulagi felst að fyrirliðar allra liðanna í KFR dæma leiki í vetur. Allir jafn oft og jafn lengi. Listinn telur alls 50 mismunandi keppnir sem þarf að dæma. Þá eru ekki þær keppnir né mót sem önnur félög á borð við ÍR, KR, ÍA og fleiri þurfa að senda dómara á. Keilan er stór hér á landi og mótin óteljandi. Þetta fyrirkomulag er því sanngjarnt til þess að dreifa álagi. Döff fyrirliðum eru á þessu leikári úthlutað alls 15 leikjum sem þeir eiga að dæma. Til þess að sinna þeirri skyldu þarf að hafa táknmálstúlk á staðnum svo samskiptin gangi snuðrulaust. Nú þegar ekki fæst meiri peningur í túlkun eru þessi 15 mót í uppnámi og kemur það niður á öllum keppendunum bæði þeim sem tala íslensku og hinum sem tala íslenskt táknmál. Margir hugsa eflaust að félagið geti bara fundið annan dómara. Svo einfalt er það ekki. Ef dómari afsalar sér sinni skyldu verður liðið sektað um 2000 krónur fyrir hverja keppni sem ekki er dæmd. Okkur er refsað fyrir að geta ekki sinnt sjálfsagðri skyldu sem fylgir almennri þátttöku í félagsstarfi vegna þess að ríkistjórnin okkar telur táknmálstúlk í félagslífi óþarfa kostnað. Þetta er kannski ekki há upphæð, en fyrir keilara sem eyða peningum í kúlur, skó, aðrar íþróttavörur, búninga, keppnisgjöld, brautaleigu, keppnisferðir út á land sem fela í sér bensín, flug til Akureyrar, gistingu og margt annað er þetta auka kostnaður. En ekki bara það - þetta er mismunun. Í lögum # 61/2011 segir að íslenskt táknmál og íslenska séu jafnrétthá mál til samskipta. Minn skilningur á lögunum er að sama sé hvort dómari tali íslensku eða íslenskt táknmál. Til þess að samskipti geti farið fram er notuð þjónusta táknmálstúlks. Það er mismunun að geta ekki verið virkur þjóðfélagsþegn af því maður þarf táknmálstúlk í hinu daglega lífi. Ég skrifa þessa grein vegna þess að döff íþróttamenn eiga að geta tekið eðlilegan þátt í íþróttum. Við viljum ekki vera sófaklessur og eiga engin félagsleg samskipti. Við þráum að vera virk í þessu samfélagi og hafa þann aðgang sem allur annar almenningur hefur. Bless félagslíf, bless samskipti við heyrandi almenning, bless virkni, og síðast en ekki síst þá segi ég bless við röddina mína hún heyrist ekki lengur – allavega ekki fyrr en eftir áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Félagslegi sjóðurinn sem borgar táknmálstúlkun í daglegu lífi er uppurinn, AFTUR! Döff geta ekki lengur sinnt félagslífi, sótt námskeið sem þeir hafa jafnvel borgað fyrir, farið á fundi, eða notað símatúlkinn til að hringja og staðan hjá döff íþróttamönnum er svört. Samfélagið okkar er lítið og fámennt en innan þess hrærist mikil virkni og mikið líf. Við erum til dæmis virkir þátttakendur í KFR (Keilufélag Reykjavíkur). Þar eru 18 döff keilarar sem skiptast í þrjú döff lið, eitt kvenna og tvö karlalið. Innan KFR, eru alls 10 lið. Í hverju þeirra er einn fyrirliði þannig að af 10 fyrirliðum eru 3 döff fyrirliðar. Nýlega var sett upp nýtt fyrirkomulag með dómgæslu í keppnum og á mótum fyrir þetta leikár. Í því fyrirkomulagi felst að fyrirliðar allra liðanna í KFR dæma leiki í vetur. Allir jafn oft og jafn lengi. Listinn telur alls 50 mismunandi keppnir sem þarf að dæma. Þá eru ekki þær keppnir né mót sem önnur félög á borð við ÍR, KR, ÍA og fleiri þurfa að senda dómara á. Keilan er stór hér á landi og mótin óteljandi. Þetta fyrirkomulag er því sanngjarnt til þess að dreifa álagi. Döff fyrirliðum eru á þessu leikári úthlutað alls 15 leikjum sem þeir eiga að dæma. Til þess að sinna þeirri skyldu þarf að hafa táknmálstúlk á staðnum svo samskiptin gangi snuðrulaust. Nú þegar ekki fæst meiri peningur í túlkun eru þessi 15 mót í uppnámi og kemur það niður á öllum keppendunum bæði þeim sem tala íslensku og hinum sem tala íslenskt táknmál. Margir hugsa eflaust að félagið geti bara fundið annan dómara. Svo einfalt er það ekki. Ef dómari afsalar sér sinni skyldu verður liðið sektað um 2000 krónur fyrir hverja keppni sem ekki er dæmd. Okkur er refsað fyrir að geta ekki sinnt sjálfsagðri skyldu sem fylgir almennri þátttöku í félagsstarfi vegna þess að ríkistjórnin okkar telur táknmálstúlk í félagslífi óþarfa kostnað. Þetta er kannski ekki há upphæð, en fyrir keilara sem eyða peningum í kúlur, skó, aðrar íþróttavörur, búninga, keppnisgjöld, brautaleigu, keppnisferðir út á land sem fela í sér bensín, flug til Akureyrar, gistingu og margt annað er þetta auka kostnaður. En ekki bara það - þetta er mismunun. Í lögum # 61/2011 segir að íslenskt táknmál og íslenska séu jafnrétthá mál til samskipta. Minn skilningur á lögunum er að sama sé hvort dómari tali íslensku eða íslenskt táknmál. Til þess að samskipti geti farið fram er notuð þjónusta táknmálstúlks. Það er mismunun að geta ekki verið virkur þjóðfélagsþegn af því maður þarf táknmálstúlk í hinu daglega lífi. Ég skrifa þessa grein vegna þess að döff íþróttamenn eiga að geta tekið eðlilegan þátt í íþróttum. Við viljum ekki vera sófaklessur og eiga engin félagsleg samskipti. Við þráum að vera virk í þessu samfélagi og hafa þann aðgang sem allur annar almenningur hefur. Bless félagslíf, bless samskipti við heyrandi almenning, bless virkni, og síðast en ekki síst þá segi ég bless við röddina mína hún heyrist ekki lengur – allavega ekki fyrr en eftir áramót.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun