Höldum hagkerfinu gangandi Hörður Harðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun