Höldum hagkerfinu gangandi Hörður Harðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar