Enginn hafði áhuga Starri Freyr Jónsson skrifar 26. september 2014 11:00 Meðlimir Hjálma, utan Þorsteins Einarssonar söngvara, ásamt góðum gestum; Erlend Øye, sem kemur fram með þeim í kvöld, situr á hjólinu og Guðmundur Pétursson gítarleikari gæðir sér á mangói. Mynd/Marcin Öz Hljómsveitin Hjálmar heldur afmælistónleika í Hörpu í kvöld en tíu ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar, Hljóðlega af stað, kom út. Hjálmar hafa verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarinn áratug auk þess sem meðlimir hennar hafa starfað með fjölda þekktra listamanna með góðum árangri. Haustið 2003 þegar upptökur á plötunni hófust í upptökuveri Geimsteins í Reykjanesbæ áttu þó ekki margir von á því að íslensk reggíhljómsveit gæti náð vinsældum hérlendis. Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, var nýlega fluttur til landsins eftir nokkurra ára búsetu í Svíþjóð þegar hann kynntist félögunum Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Kristni Jónssyni. „Ég þekkti þá ekki neitt áður en við kynntumst í upptökuveri Geimsteins haustið 2003. Þar byrjuðum við að taka upp nokkur lög og leika okkur með þessar hugmyndir. Hjálmar verða eiginlega til úr þeim upptökum. Í upphafi tókum við upp eitt og eitt lag en undir lokin tókum við smá rispu og kláruðum fyrstu plötuna.“ Enginn hafði áhuga á að gefa hana út að sögn Þorsteins þar til Rúnar Júlíusson hjá útgáfufyrirtækinu Geimsteini kom til sögunnar en hann hafði hvatt þá áfram í upphafi og var auk þess duglegur að gefa út efni frá lítt þekktum sveitum.„Við áttum eiginlega von á því að þröngum hópi fólks myndi líka við tónlist okkar en svo var ekki því hún féll strax í kramið hjá mun stærri hópi,“ segir Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma.Mynd/Úr einkasafniPlatan kom út í október árið 2004 og fékk strax góðar viðtökur. „Hún fékk strax góða spilun í útvarpi, sérstaklega á Rás 2, og við vorum duglegir að spila á tónleikum þennan veturinn. Við bjuggumst sjálfir ekki við neinu sérstöku þótt við hefðum sjálfir fulla trú á okkur. Það varð strax góð mæting á tónleika okkar og til að mynda spiluðum við á Nasa fyrir troðfullu húsi tvisvar sinnum sömu helgina í upphafi árs 2005. Við áttum eiginlega von á því að þröngur hópur fólk myndi líka við tónlist okkar en svo var ekki því hún féll strax í kramið hjá mun stærri hópi.“ Hljóðlega af stað seldist í yfir 7.000 eintökum og ári síðar kom úr önnur plata þeirra sem bar nafn sveitarinnar. Hún festi hljómsveitina endanlega í sessi sem eina af vinsælustu sveitum landsins sem hún hefur haldið fram á þennan dag. Á tónleikunum í kvöld spila Hjálmar efni af öllum plötum sínum auk þess sem nokkur lög af óútgefinni plötu norska listamannsins Erlend Øye verða leikin en liðsmenn Hjálma komu að gerð hennar. „Með okkur verða einnig blásararnir okkar þrír, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Hákonarson og Óskar Guðjónsson. Matthías Hemstock trymbill spilar einnig með okkur og Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem DJ flugvél og geimskip, spilar með í einu lagi sem hún samdi með okkur. RVK Soundsystem sér svo um að spila vel valda reggítónlist áður en við stígum á stokk. Það verða aðeins einir tónleikar þetta kvöld og það er löngu uppselt. Við höfum aldrei spilaða saman í Hörpu og hlakkar auðvitað mikið til kvöldsins.“ Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Hljómsveitin Hjálmar heldur afmælistónleika í Hörpu í kvöld en tíu ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar, Hljóðlega af stað, kom út. Hjálmar hafa verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarinn áratug auk þess sem meðlimir hennar hafa starfað með fjölda þekktra listamanna með góðum árangri. Haustið 2003 þegar upptökur á plötunni hófust í upptökuveri Geimsteins í Reykjanesbæ áttu þó ekki margir von á því að íslensk reggíhljómsveit gæti náð vinsældum hérlendis. Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, var nýlega fluttur til landsins eftir nokkurra ára búsetu í Svíþjóð þegar hann kynntist félögunum Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Kristni Jónssyni. „Ég þekkti þá ekki neitt áður en við kynntumst í upptökuveri Geimsteins haustið 2003. Þar byrjuðum við að taka upp nokkur lög og leika okkur með þessar hugmyndir. Hjálmar verða eiginlega til úr þeim upptökum. Í upphafi tókum við upp eitt og eitt lag en undir lokin tókum við smá rispu og kláruðum fyrstu plötuna.“ Enginn hafði áhuga á að gefa hana út að sögn Þorsteins þar til Rúnar Júlíusson hjá útgáfufyrirtækinu Geimsteini kom til sögunnar en hann hafði hvatt þá áfram í upphafi og var auk þess duglegur að gefa út efni frá lítt þekktum sveitum.„Við áttum eiginlega von á því að þröngum hópi fólks myndi líka við tónlist okkar en svo var ekki því hún féll strax í kramið hjá mun stærri hópi,“ segir Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma.Mynd/Úr einkasafniPlatan kom út í október árið 2004 og fékk strax góðar viðtökur. „Hún fékk strax góða spilun í útvarpi, sérstaklega á Rás 2, og við vorum duglegir að spila á tónleikum þennan veturinn. Við bjuggumst sjálfir ekki við neinu sérstöku þótt við hefðum sjálfir fulla trú á okkur. Það varð strax góð mæting á tónleika okkar og til að mynda spiluðum við á Nasa fyrir troðfullu húsi tvisvar sinnum sömu helgina í upphafi árs 2005. Við áttum eiginlega von á því að þröngur hópur fólk myndi líka við tónlist okkar en svo var ekki því hún féll strax í kramið hjá mun stærri hópi.“ Hljóðlega af stað seldist í yfir 7.000 eintökum og ári síðar kom úr önnur plata þeirra sem bar nafn sveitarinnar. Hún festi hljómsveitina endanlega í sessi sem eina af vinsælustu sveitum landsins sem hún hefur haldið fram á þennan dag. Á tónleikunum í kvöld spila Hjálmar efni af öllum plötum sínum auk þess sem nokkur lög af óútgefinni plötu norska listamannsins Erlend Øye verða leikin en liðsmenn Hjálma komu að gerð hennar. „Með okkur verða einnig blásararnir okkar þrír, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Hákonarson og Óskar Guðjónsson. Matthías Hemstock trymbill spilar einnig með okkur og Steinunn Eldflaug Harðardóttir, betur þekkt sem DJ flugvél og geimskip, spilar með í einu lagi sem hún samdi með okkur. RVK Soundsystem sér svo um að spila vel valda reggítónlist áður en við stígum á stokk. Það verða aðeins einir tónleikar þetta kvöld og það er löngu uppselt. Við höfum aldrei spilaða saman í Hörpu og hlakkar auðvitað mikið til kvöldsins.“
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein