Á Slippbarnum við höfnina var mikið fjör á miðvikudagskvöld, en slegið var upp heljarinnar partíi til að kynna komandi vetur fyrir fastagestum og nágrönnum veitingastaðarins.
Meðal gesta í gleðskapnum voru þau Berglind Pétursdóttir, GIF-drottning, dansari og textasmiður á Íslensku auglýsingastofunni, Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín og starfsmaður hjá CCP, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Kristján Jóhannsson óperusöngvari, svo einhverjir séu nefndir.
