Féll fyrir bardagamanni og flutti til Ástralíu Ellý Ármanns skrifar 26. september 2014 12:45 myndir/védís Tónlistarkonan Védís Vantída Guðmundsdóttir elti ástina alla leið til Brisbae í Ástralíu þar sem hún býr með ástralska MMA-kappanum Gokhan Turkyilmaz.Við byrjuðum á því að spyrja Védísi hvernig þau kynntust? „Við kynntumst á Íslandi í fyrra sumar. Ég var að æfa hjá Mjölni og hann var þar einnig að þjálfa sig fyrir bardaga sem hann átti í Englandi en hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Védís. „Hann var í sambandi á þeim tíma þannig að það var ekkert mikið sem fór okkar á milli. En þegar við vorum svo bæði einhleyp þá byrjuðum við að spjalla og urðum fljótt náin.“ „Við höfðum alls ekki neitt í hyggju þar sem við vorum heimsálfanna á milli og því ekki beint hægt að ana út í hlutina en tengingin var einlæg. Við höfðum um margt að spjjalla og mér fannst ég hafa þekkt hann mun lengur en raunin var,“ segir hún. „Þrátt fyrir að vera frá ólíkum menningarheimum og með mjög ólíkt uppeldi þá deilum við sömu gildum og horfum sömu augum á það sem skiptir máli.“Dóttirin kemur út von bráðar til Ástralíu Elíana, 7 ára gömul dóttir þín, býr hún úti með ykkur? „Við vorum á Íslandi í vor í nokkra mánuði þar sem fjölskyldan vildi fá að hitta hann. Við héldum svo til Taílands og þaðan hingað til Ástralíu til að gera allt klárt áður en Elíana dóttir mín kemur.“ „Þetta er bókstaflega fjarlægasta landið frá Íslandi á hnettinum og því ekki hægt að flakka á milli. Ég þurfti að fara í gegnum mikið ferli með að sækja um Visa fyrir mig og hana, fá okkur nýtt húsnæði, finna mér vinnu og sjá hvernig landið liggur.“ „En þetta er allt að smella saman og foreldrar mínir koma hingað í byrjun desember með hana. Það eru ekki til næg orð sem lýsa því hvað það hefur verið erfitt að vera frá henni en við höfum þurft að líta á heildarmyndina og við munum sameinast à ný von bráðar.“Védís, Gokhan og Rósa systir Védísar.Elska að hreyfa sig„Við elskum bæði að hreyfa okkur og stunda líkamsrækt. Það er frábært að hafa hann sem persónulegan þjálfara bæði með kickboxið og í annarskonar hreyfingu en hann vinnur við að þjálfa ásamt því að berjast og vinna sem flugvélaverkfræðingur.“ „Við erum einnig dugleg að gera hluti saman, njóta náttúrunnar, fara á nýja staði, út að borða, tónleika og þess háttar. Við erum meðvituð um að lífið er til að lifa því og það þarf ekki alltaf að kosta fúlgu fjár.“ Ástfangin.Kvartar ekki yfir veðrinu „Þannig að við ákváðum að ég mundi gera mér ferð til Ástralíu sem ég gerði svo í október í fyrra. Eftir það var alveg víst hvað við vildum og hvert þetta stefndi. Við búum núna í Brisbae hér í Ástralíu. Það er alveg yndislegt og Íslendingurinn ég kvartar aldeilis ekki yfir veðrinu.“ „Við ræktum hvort annað á margan hátt. Eins og ég segi þá komum við frá ólíkum menningarheimum. Við höfum lifað lífinu á ólíkan hátt en deilum þeim gildum sem skipta máli.“ „Við elskum hvað við höfum bæði fram að færa og virðum hvort annað þegar við erum ósammála. Þannig komumst við alltaf að góðum millivegi. Ég ólst upp við tvo menningarheima og það hefur gefið mér mikið við að sjá heiminn öðruvísi og aðlagast ólíkum aðstæðum og fólki. Ég er afskaplega þakklát fyrir það hvað ég hef aldrei séð hlutina í neinum kassa.“ segir Védís.Hjartalagið skiptir máli „Það hefur aldrei skipt mig máli hvaðan fólk er, á hvað það trúir, hvernig það lítur út, eins lengi og það er með gott hjarta. Til dæmis er mamma búddisti, hann er múslimi, pabbi var organisti fyrir þjóðkirkjuna í 40 ár en er mjög vísindalega þenkjandi, systir mín er mjög andleg, barnsfaðir minn er í Hvítasunnukirkjunni og svo er ég blanda af vísindalegu, sögulegu og andlegu.“ „Eins lengi og þú ert að rækta þig til hins betra og velur þína leið til þess þá er það ávallt af hinu góða.“ Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Tónlistarkonan Védís Vantída Guðmundsdóttir elti ástina alla leið til Brisbae í Ástralíu þar sem hún býr með ástralska MMA-kappanum Gokhan Turkyilmaz.Við byrjuðum á því að spyrja Védísi hvernig þau kynntust? „Við kynntumst á Íslandi í fyrra sumar. Ég var að æfa hjá Mjölni og hann var þar einnig að þjálfa sig fyrir bardaga sem hann átti í Englandi en hann er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Védís. „Hann var í sambandi á þeim tíma þannig að það var ekkert mikið sem fór okkar á milli. En þegar við vorum svo bæði einhleyp þá byrjuðum við að spjalla og urðum fljótt náin.“ „Við höfðum alls ekki neitt í hyggju þar sem við vorum heimsálfanna á milli og því ekki beint hægt að ana út í hlutina en tengingin var einlæg. Við höfðum um margt að spjjalla og mér fannst ég hafa þekkt hann mun lengur en raunin var,“ segir hún. „Þrátt fyrir að vera frá ólíkum menningarheimum og með mjög ólíkt uppeldi þá deilum við sömu gildum og horfum sömu augum á það sem skiptir máli.“Dóttirin kemur út von bráðar til Ástralíu Elíana, 7 ára gömul dóttir þín, býr hún úti með ykkur? „Við vorum á Íslandi í vor í nokkra mánuði þar sem fjölskyldan vildi fá að hitta hann. Við héldum svo til Taílands og þaðan hingað til Ástralíu til að gera allt klárt áður en Elíana dóttir mín kemur.“ „Þetta er bókstaflega fjarlægasta landið frá Íslandi á hnettinum og því ekki hægt að flakka á milli. Ég þurfti að fara í gegnum mikið ferli með að sækja um Visa fyrir mig og hana, fá okkur nýtt húsnæði, finna mér vinnu og sjá hvernig landið liggur.“ „En þetta er allt að smella saman og foreldrar mínir koma hingað í byrjun desember með hana. Það eru ekki til næg orð sem lýsa því hvað það hefur verið erfitt að vera frá henni en við höfum þurft að líta á heildarmyndina og við munum sameinast à ný von bráðar.“Védís, Gokhan og Rósa systir Védísar.Elska að hreyfa sig„Við elskum bæði að hreyfa okkur og stunda líkamsrækt. Það er frábært að hafa hann sem persónulegan þjálfara bæði með kickboxið og í annarskonar hreyfingu en hann vinnur við að þjálfa ásamt því að berjast og vinna sem flugvélaverkfræðingur.“ „Við erum einnig dugleg að gera hluti saman, njóta náttúrunnar, fara á nýja staði, út að borða, tónleika og þess háttar. Við erum meðvituð um að lífið er til að lifa því og það þarf ekki alltaf að kosta fúlgu fjár.“ Ástfangin.Kvartar ekki yfir veðrinu „Þannig að við ákváðum að ég mundi gera mér ferð til Ástralíu sem ég gerði svo í október í fyrra. Eftir það var alveg víst hvað við vildum og hvert þetta stefndi. Við búum núna í Brisbae hér í Ástralíu. Það er alveg yndislegt og Íslendingurinn ég kvartar aldeilis ekki yfir veðrinu.“ „Við ræktum hvort annað á margan hátt. Eins og ég segi þá komum við frá ólíkum menningarheimum. Við höfum lifað lífinu á ólíkan hátt en deilum þeim gildum sem skipta máli.“ „Við elskum hvað við höfum bæði fram að færa og virðum hvort annað þegar við erum ósammála. Þannig komumst við alltaf að góðum millivegi. Ég ólst upp við tvo menningarheima og það hefur gefið mér mikið við að sjá heiminn öðruvísi og aðlagast ólíkum aðstæðum og fólki. Ég er afskaplega þakklát fyrir það hvað ég hef aldrei séð hlutina í neinum kassa.“ segir Védís.Hjartalagið skiptir máli „Það hefur aldrei skipt mig máli hvaðan fólk er, á hvað það trúir, hvernig það lítur út, eins lengi og það er með gott hjarta. Til dæmis er mamma búddisti, hann er múslimi, pabbi var organisti fyrir þjóðkirkjuna í 40 ár en er mjög vísindalega þenkjandi, systir mín er mjög andleg, barnsfaðir minn er í Hvítasunnukirkjunni og svo er ég blanda af vísindalegu, sögulegu og andlegu.“ „Eins lengi og þú ert að rækta þig til hins betra og velur þína leið til þess þá er það ávallt af hinu góða.“
Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“