"Að rústa háskólastofnun“ – og samfélagi Sveinn Hallgrímsson skrifar 20. september 2014 07:00 Í Fréttablaðinu hinn 27. ágúst 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds sem ber yfirskriftina „Að rústa háskólastofnun“. Í greininni fjallar Ólafur um það ástand sem skapast hefur við Landbúnaðarháskóla Íslands eftir þær hremmingar sem lagðar hafa verið á hann (og á samfélagið á Hvanneyri). Hann lýsir áhyggjum vegna stöðu LbhÍ, eins og heimamenn í héraði og fleiri hafa gert. Ég þekki hins vegar ekki marga sem eru sammála Ólafi í því að þetta sé afleiðing af því að heimamenn höfnuðu sameiningu við HÍ, ekki vegna andstöðu við að vera hluti af Háskóla Íslands, að mínu viti, heldur vegna þess að það átti að rústa samfélaginu á Hvanneyri og rústa þessari gömlu menntastofnun. Á Hvanneyri hefur verið starfandi menntastofnun á háskólastigi frá 1947. Var lengi vel eina stofnunin utan HÍ sem veitti menntun á háskólastigi. Frá 2005 hefur skólinn starfað undir heitinu Landbúnaðarháskóli Íslands.Menntun kandídata frá 1947 Allt frá stofnun Framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri 1947 hefur þar verið gott samfélag vísinda og mannlífs, Campussamfélag. Þar hafa lifað saman nemendur Bændaskólans, stúdentar í búvísindanámi, kennarar í búvísindum með kandidats-, masters- og doktorsgráðu í búvísindum, búvísindamenn með rannsóknir og kennslu að ævistarfi og aðrir samfélagsþegnar. Ólafur telur að það hafi verið stefna stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólum. Þetta er ekki rétt, enda ekki langt síðan HA, Bifröst og HVANNEYRI og Háskólinn á Hólum voru stofnaðir. Núverandi menntamálaráðherra setti fram þá tillögu að sameina HÍ og LbhÍ en sú tillaga mætti mikilli andstöðu, ekki bara sjálfskipaðra „velunnara“ Hvanneyrar og LbhÍ, eins og Ólafur heldur fram, heldur einnig íbúa Hvanneyrar, allra sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð og allra alþingismanna Norðvesturkjördæmis. Það er því æði mikill hroki að halda því fram að um sé að ræða „sjálfskipaðan hóp velunnara“ LbhÍ og Hvanneyrar. Reyndar nefnir Ólafur aldrei samfélagið á Hvanneyri og þann vanda sem íbúar Hvanneyrar eru settir í með þeirri stefnu sem nú er framfylgt, að svelta LbhÍ og íbúa Hvanneyrar til hlýðni. Það virðist vera stefna embættismanna og forstjóra stofnana ríkisins að skera niður alla starfsemi, sem ekki er í Reykjavík. Þó er það yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar að efla starfsemi ríkisins utan höfuðborgarinnar. Það virðist þó ekki hafa verið stefna stjórnenda LbhÍ að undanförnu.Samfélagsleg ábyrgð Það er líka vanvirðing við íbúa Hvanneyrar, um 300 manns, að halda því fram að málið snúist bara um LbhÍ. Það snýst líka um íbúa þess samfélags sem er á Hvanneyri. Það er til fleira fólk í þessu landi en akademíkerar, þó þeir séu mikilvægir í starfsemi háskóla og í nútíma samfélagi og atvinnulífi, en við háskóla starfar líka annað fólk og hefur atvinnu af háskólastarfsemi. Ólafur nefnir að „örskóli“ í þágu einnar atvinnugreinar geti aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Varla er það þó til að bæta stöðu þessa „örskóla“ að stofna annan, enn meiri „örskóla“, sem mér skilst að sé verið að koma á fót á Keldnaholti. LbhÍ hefur haslað sér völl á fleiri sviðum en bara almennum landbúnaði. Hér hefur t.d. verið kennsla í umhverfisfræðum- og skipulagsfræðum, almennum náttúruvísindum, skógrækt og fleiru sem fellur vel að landbúnaði og landnýtingu.Regnhlífarháskóli Í tillögum menntamálaráðherra og í þeim greinargerðum sem ég hef séð hefur ekki komið fram að sameining HÍ og LbhÍ leiði til sparnaðar í rekstri. Það er því ekki ástæða fyrirhugaðrar sameiningar, né lausn á rekstrarvanda LbhÍ. Ég hef verið talsmaður þess að farin verði önnur leið en sameining. Farin verði sú leið að gera HÍ að regnhlíf og að svið HÍ verði sjálfstæðir háskólar. LbhÍ gæti orðið einn háskólinn undir regnhlífinni. Með þessu skipulagi myndi HÍ njóta þeirra vísindaritgerða sem starfsmenn LbhÍ skrifa og stuðla að því að HÍ þokist upp virðingarlista sem vísinda- og kennslustofnun. Ég set fram þessa tillögu, en skilyrði þess er að hver skóli verði algjörlega sjálfstæð eining, rekstrarlega og stjórnskipulega. Dr. Björn S. Stefánsson hefur talað fyrir álíka hugmynd í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 11.6. sl. Ég tek undir þessi orð Björns, nema ég vil ekki að LbhÍ fari undir hatt HÍ, nema hann njóti algers frelsis, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Reynslan sýnir að stóri bróðir gleypir þann litla, nema sjálfstæði sé tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ó María, mig langar heim… Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. 20. september 2014 07:00 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 27. ágúst 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds sem ber yfirskriftina „Að rústa háskólastofnun“. Í greininni fjallar Ólafur um það ástand sem skapast hefur við Landbúnaðarháskóla Íslands eftir þær hremmingar sem lagðar hafa verið á hann (og á samfélagið á Hvanneyri). Hann lýsir áhyggjum vegna stöðu LbhÍ, eins og heimamenn í héraði og fleiri hafa gert. Ég þekki hins vegar ekki marga sem eru sammála Ólafi í því að þetta sé afleiðing af því að heimamenn höfnuðu sameiningu við HÍ, ekki vegna andstöðu við að vera hluti af Háskóla Íslands, að mínu viti, heldur vegna þess að það átti að rústa samfélaginu á Hvanneyri og rústa þessari gömlu menntastofnun. Á Hvanneyri hefur verið starfandi menntastofnun á háskólastigi frá 1947. Var lengi vel eina stofnunin utan HÍ sem veitti menntun á háskólastigi. Frá 2005 hefur skólinn starfað undir heitinu Landbúnaðarháskóli Íslands.Menntun kandídata frá 1947 Allt frá stofnun Framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri 1947 hefur þar verið gott samfélag vísinda og mannlífs, Campussamfélag. Þar hafa lifað saman nemendur Bændaskólans, stúdentar í búvísindanámi, kennarar í búvísindum með kandidats-, masters- og doktorsgráðu í búvísindum, búvísindamenn með rannsóknir og kennslu að ævistarfi og aðrir samfélagsþegnar. Ólafur telur að það hafi verið stefna stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólum. Þetta er ekki rétt, enda ekki langt síðan HA, Bifröst og HVANNEYRI og Háskólinn á Hólum voru stofnaðir. Núverandi menntamálaráðherra setti fram þá tillögu að sameina HÍ og LbhÍ en sú tillaga mætti mikilli andstöðu, ekki bara sjálfskipaðra „velunnara“ Hvanneyrar og LbhÍ, eins og Ólafur heldur fram, heldur einnig íbúa Hvanneyrar, allra sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð og allra alþingismanna Norðvesturkjördæmis. Það er því æði mikill hroki að halda því fram að um sé að ræða „sjálfskipaðan hóp velunnara“ LbhÍ og Hvanneyrar. Reyndar nefnir Ólafur aldrei samfélagið á Hvanneyri og þann vanda sem íbúar Hvanneyrar eru settir í með þeirri stefnu sem nú er framfylgt, að svelta LbhÍ og íbúa Hvanneyrar til hlýðni. Það virðist vera stefna embættismanna og forstjóra stofnana ríkisins að skera niður alla starfsemi, sem ekki er í Reykjavík. Þó er það yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar að efla starfsemi ríkisins utan höfuðborgarinnar. Það virðist þó ekki hafa verið stefna stjórnenda LbhÍ að undanförnu.Samfélagsleg ábyrgð Það er líka vanvirðing við íbúa Hvanneyrar, um 300 manns, að halda því fram að málið snúist bara um LbhÍ. Það snýst líka um íbúa þess samfélags sem er á Hvanneyri. Það er til fleira fólk í þessu landi en akademíkerar, þó þeir séu mikilvægir í starfsemi háskóla og í nútíma samfélagi og atvinnulífi, en við háskóla starfar líka annað fólk og hefur atvinnu af háskólastarfsemi. Ólafur nefnir að „örskóli“ í þágu einnar atvinnugreinar geti aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Varla er það þó til að bæta stöðu þessa „örskóla“ að stofna annan, enn meiri „örskóla“, sem mér skilst að sé verið að koma á fót á Keldnaholti. LbhÍ hefur haslað sér völl á fleiri sviðum en bara almennum landbúnaði. Hér hefur t.d. verið kennsla í umhverfisfræðum- og skipulagsfræðum, almennum náttúruvísindum, skógrækt og fleiru sem fellur vel að landbúnaði og landnýtingu.Regnhlífarháskóli Í tillögum menntamálaráðherra og í þeim greinargerðum sem ég hef séð hefur ekki komið fram að sameining HÍ og LbhÍ leiði til sparnaðar í rekstri. Það er því ekki ástæða fyrirhugaðrar sameiningar, né lausn á rekstrarvanda LbhÍ. Ég hef verið talsmaður þess að farin verði önnur leið en sameining. Farin verði sú leið að gera HÍ að regnhlíf og að svið HÍ verði sjálfstæðir háskólar. LbhÍ gæti orðið einn háskólinn undir regnhlífinni. Með þessu skipulagi myndi HÍ njóta þeirra vísindaritgerða sem starfsmenn LbhÍ skrifa og stuðla að því að HÍ þokist upp virðingarlista sem vísinda- og kennslustofnun. Ég set fram þessa tillögu, en skilyrði þess er að hver skóli verði algjörlega sjálfstæð eining, rekstrarlega og stjórnskipulega. Dr. Björn S. Stefánsson hefur talað fyrir álíka hugmynd í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 11.6. sl. Ég tek undir þessi orð Björns, nema ég vil ekki að LbhÍ fari undir hatt HÍ, nema hann njóti algers frelsis, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Reynslan sýnir að stóri bróðir gleypir þann litla, nema sjálfstæði sé tryggt.
Ó María, mig langar heim… Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. 20. september 2014 07:00
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar