Ó María, mig langar heim… Kristófer Sigurðsson skrifar 20. september 2014 07:00 Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. Ég var sem von er mjög spenntur fyrir því að missa ekki lengur af stúdentsveislum, stórafmælum og öðrum gæðastundum í fjölskyldunni og fyrir því að taka þátt í endurreisn íslensku heilsugæslunnar. Þegar heim var komið bretti ég upp ermarnar. Já, já, vissulega sveið dálítið að fólk væri annaðhvort orðið heilbrigt eða dáið þegar það loksins komst að hjá mér, en hey, ég var kominn heim! Svo komu mánaðamót og fyrsta íslenska launaumslagið kom. Þá uppgötvaði ég að launin mín höfðu lækkað um helming frá Svíþjóð1 – og þrátt fyrir það lendi ég í samsvarandi skattþrepi, borga sömu skattaprósentuna.2 Æ, hugsaði ég, þetta er allt í lagi, nóg hefur sá sér nægja lætur. Að minnsta kosti virtust barnabæturnar jafnháar. Svo fattaði ég að íslensku barnabæturnar eru greiddar á þriggja mánaða fresti, en ekki mánaðarlega.3 Nú jæja, svo fórum við hjónin að leita að húsnæði. Fundum fallegt hús sem kostaði það sama og húsið okkar í Svíþjóð. Nema við uppgötvuðum að afborgunin af íslensku húsnæðisláni fyrir sömu upphæð og til jafnlangs tíma er 238 þús. í stað 120 þús. á mánuði.4 Næst fórum við að huga að leikskóla fyrir heimasætuna. Í Svíþjóð komast börn að á leikskóla 12 mánaða og ef sótt er um með fjögurra mánaða fyrirvara er sveitarfélagið skyldugt til að útvega pláss. Okkur var vissulega útvegað pláss – á biðlista… Þegar hér var komið sögu var draumurinn farinn að breytast í martröð. Það kom sífellt betur í ljós að kerfið sem ég var orðinn hluti af gat ekki veitt ásættanlega heilbrigðisþjónustu. Vinnuálagið var mun meira en góðu hófi gegndi. Tæki og tól voru gömul og ónýt. Auk þess hafði fjárhagur heimilisins hrunið. Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. Íslenskir læknar hafa haft lausa samninga síðan í febrúar. Ríkið bauð 2,8% hækkun launa, sem læknar höfnuðu umsvifalaust. Deilan er nú komin til Ríkissáttasemjara. Ef ekki kemur til verulegra launahækkana í komandi kjarasamningum mun það að starfa sem læknir á Íslandi halda áfram að vera draumur, en ekkert meira en það.1 Ég sem sérnámslæknir í Svíþjóð fæ 671.200 kr. á mán., sérfræðingur 1.090.700 kr. Á Íslandi fengi ég 423.532 kr. í núverandi stöðu sem sérnámslæknir á þriðja ári eftir útskrift úr læknadeild, en 686.069 kr. eftir að sérnámi lýkur (allar íslensku tölurnar innihalda umsamda fasta yfirvinnutíma og í tilfelli sérfræðilæknis umsamda launauppbót vegna helgunar við einn vinnustað).2 Skv. reiknivél á rsk.is fær unglæknir á Íslandi 302.586 af 423.532 (71,4%) útborgað, en í Svíþjóð eru samsvarandi tölur 469.706 af 671.200 (70%).3 Skv. reiknivél á rsk.is fengjum við u.þ.b. sömu upphæð á þriggja mánaða fresti á Íslandi og við fáum mánaðarlega hér.4 Skv. reiknivél á arionbanki.is og sömu forsendur og upphæðir notaðar og í sænska húsnæðisláninu okkar, jafnafborganalán til 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. Ég var sem von er mjög spenntur fyrir því að missa ekki lengur af stúdentsveislum, stórafmælum og öðrum gæðastundum í fjölskyldunni og fyrir því að taka þátt í endurreisn íslensku heilsugæslunnar. Þegar heim var komið bretti ég upp ermarnar. Já, já, vissulega sveið dálítið að fólk væri annaðhvort orðið heilbrigt eða dáið þegar það loksins komst að hjá mér, en hey, ég var kominn heim! Svo komu mánaðamót og fyrsta íslenska launaumslagið kom. Þá uppgötvaði ég að launin mín höfðu lækkað um helming frá Svíþjóð1 – og þrátt fyrir það lendi ég í samsvarandi skattþrepi, borga sömu skattaprósentuna.2 Æ, hugsaði ég, þetta er allt í lagi, nóg hefur sá sér nægja lætur. Að minnsta kosti virtust barnabæturnar jafnháar. Svo fattaði ég að íslensku barnabæturnar eru greiddar á þriggja mánaða fresti, en ekki mánaðarlega.3 Nú jæja, svo fórum við hjónin að leita að húsnæði. Fundum fallegt hús sem kostaði það sama og húsið okkar í Svíþjóð. Nema við uppgötvuðum að afborgunin af íslensku húsnæðisláni fyrir sömu upphæð og til jafnlangs tíma er 238 þús. í stað 120 þús. á mánuði.4 Næst fórum við að huga að leikskóla fyrir heimasætuna. Í Svíþjóð komast börn að á leikskóla 12 mánaða og ef sótt er um með fjögurra mánaða fyrirvara er sveitarfélagið skyldugt til að útvega pláss. Okkur var vissulega útvegað pláss – á biðlista… Þegar hér var komið sögu var draumurinn farinn að breytast í martröð. Það kom sífellt betur í ljós að kerfið sem ég var orðinn hluti af gat ekki veitt ásættanlega heilbrigðisþjónustu. Vinnuálagið var mun meira en góðu hófi gegndi. Tæki og tól voru gömul og ónýt. Auk þess hafði fjárhagur heimilisins hrunið. Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. Íslenskir læknar hafa haft lausa samninga síðan í febrúar. Ríkið bauð 2,8% hækkun launa, sem læknar höfnuðu umsvifalaust. Deilan er nú komin til Ríkissáttasemjara. Ef ekki kemur til verulegra launahækkana í komandi kjarasamningum mun það að starfa sem læknir á Íslandi halda áfram að vera draumur, en ekkert meira en það.1 Ég sem sérnámslæknir í Svíþjóð fæ 671.200 kr. á mán., sérfræðingur 1.090.700 kr. Á Íslandi fengi ég 423.532 kr. í núverandi stöðu sem sérnámslæknir á þriðja ári eftir útskrift úr læknadeild, en 686.069 kr. eftir að sérnámi lýkur (allar íslensku tölurnar innihalda umsamda fasta yfirvinnutíma og í tilfelli sérfræðilæknis umsamda launauppbót vegna helgunar við einn vinnustað).2 Skv. reiknivél á rsk.is fær unglæknir á Íslandi 302.586 af 423.532 (71,4%) útborgað, en í Svíþjóð eru samsvarandi tölur 469.706 af 671.200 (70%).3 Skv. reiknivél á rsk.is fengjum við u.þ.b. sömu upphæð á þriggja mánaða fresti á Íslandi og við fáum mánaðarlega hér.4 Skv. reiknivél á arionbanki.is og sömu forsendur og upphæðir notaðar og í sænska húsnæðisláninu okkar, jafnafborganalán til 30 ára.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar