Tekst Grindvíkingum loks að vinna KR í lokaúrslitum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2014 11:27 Vísir//Daníel Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum