„Rangfærslur“ – þegar bjálkinn í eigin auga byrgir mönnum sýn Ingunn Björnsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 „Rangfærslur „ er orð sem virðist njóta vaxandi vinsælda hjá yfirmönnum og millistjórnendum opinberra stofnana sem sýsla með heilbrigðismál/lyfjamál. Hér verða rakin tvö nýleg, athyglisverð dæmi um þetta. Þau eiga það sammerkt að lesandinn verður sjálfur að reyna að ráða í hvað meintar rangfærslur snúast um. Fyrra dæmið kom til í umfjöllun um beiðni um gæðaúttektargögn vegna lyfjagagnagrunns, hið síðara vegna eftirritunarskyldu á tramadól, lyf sem á tæplega 10 ára tímabili kom við sögu í a.m.k. 37 lyfjatengdum dauðsföllum. Blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði frétt 19. júní í sumar, undir yfirskriftinni „Hindrar aðgengi að gögnum“, þar sem meðal annars kom fram að margítrekaðar tilraunir í nærri hálft annað ár til að fá rafræn gögn á óendurskrifanlegum geisladiski höfðu ekki borið árangur. Embætti landlæknis hefur enn ekki afhent umbeðin gögn, en hins vegar fjallað um Morgunblaðsfréttina, og þar notað orðið „rangfærslur“ um þá staðreynd að umbeðin gögn hafa enn ekki verið afhent, með vísan í að gögnin hafi í langan tíma verið tilbúin til afhendingar. Rétt er að gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar, því að það voru þau strax laust fyrir áramót 2012 /2013. Embættið hefur hins vegar enn ekki verið tilbúið að afhenda þau eins og þau liggja fyrir. Ekki er því allskostar ljóst hvað átt er við með orðinu „rangfærslur“ þarna. Nýtt tilbrigði við svona notkun á orðinu „rangfærslur“ kemur svo fyrir í óánægju landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar með gagnrýni Ólafs Adolfssonar á þá ákvörðun stofnananna að gera lyfið tramadól eftirritunarskylt.* Í umfjöllun landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar kemur sem sé ekki fram í hverju meintar rangfærslur Ólafs felist. Í staðinn er fjallað ítarlega um af hverju nauðsynlegt hafi þótt að gera lyfið eftirritunarskylt. Þeir sem vildu fræðast nánar um málið hafa ef til vill hnotið um aðra grein frá Lyfjastofnun, birta degi seinna. Þar kemur orðið „rangfærslur“ reyndar ekki fyrir. Hins vegar er talað um að nauðsynlegt sé að leiðrétta þá umsögn Ólafs að 2 lyfjafræðingar í fullu starfi sinni yfirferð eftirritunarskyldra lyfseðla hjá Lyfjastofnun. Við lestur greinar Ólafs sést að hann minnist ekkert á lyfjafræðinga, heldur talar um stöðugildi, sem geta sem hægast verið skipuð einhverjum öðrum starfskröftum en lyfjafræðinum. Millistjórnanda hjá Lyfjastofnun verða því á, daginn eftir grein forstjóra og landlæknis, þær rangfærslur að gera Ólafi upp orð við framsetningu talna sem ekki ber saman við Ólafs tölur, sem þó eru hafðar eftir Lyfjastofnun. Þar sem gagnrýni Ólafs virðist snerta auman blett hjá báðum stofnunum, má varpa þeirri spurningu til lesenda, hvort sé áhrifaríkara til að stemma stigu við notkun tramadols: að gera það eftirritunarskylt þannig að: a) skriffinnska í apótekunum margfaldist, b) sjúklingurinn verði fyrir smávægilegum óþægindum af lengri bið og kvittun fyrir móttöku, en c) læknirinn verði harla lítið var við breytinguna, eða að taka á þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum of frjálslega, með: a) ráðgjöf, b) eftirliti ef ráðgjöfin hrekkur ekki til, og c) aðgerðum til að hefta ávísanagleði læknanna ef ráðgjöf og eftirlit hafa ekkert að segja. Síðarnefndi kosturinn hefur gefist vel til að leiðrétta ýmsar brotalamir á ávísanavenjum í nágrannalöndunum, en lítið verið notaður á Íslandi. Getur verið að takmarkað bolmagn landlæknis til að leiða kollega sína á rétta braut í lyfjaávísunum valdi svo sorglegum varnarviðbrögðum? Hvað veldur því að Lyfjastofnun velur að taka undir svo hæpinn söng? Er „rangfærslur“ orð sem ríkisstarfsmenn grípa til þegar þeir eiga vondan málstað að verja? *Greinar Ólafs má finna á http://www.lfi.is undir „Lyfjafræðingafélagið“ og þar undir „Tímarit um lyfjafræði“ í 1. tölublaði 2013, bls. 30 og 1. tölublaði 2014, bls. 38 og 39, en svar Lyfjastofnunar og svör forstjórans og landlæknis eru í 2. tölublaði 2014 á bls. 34 og 35.Grein landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar er birt í Tímariti um lyfjafræði, nýjasta tölublaðinu en kom líka inn á vef Lyfjastofnunar 22. september og grein millistjórnandans kom inn þann 23. september. Greinin frá landlækni og forstjóra Lyfjastofnunar vegna skrifa Ólafs Adolfssonar kom á vef landlæknis 19. september en greinin vegna skrifa blaðamanns Morgunblaðsins kom á vef landlæknis 26. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
„Rangfærslur „ er orð sem virðist njóta vaxandi vinsælda hjá yfirmönnum og millistjórnendum opinberra stofnana sem sýsla með heilbrigðismál/lyfjamál. Hér verða rakin tvö nýleg, athyglisverð dæmi um þetta. Þau eiga það sammerkt að lesandinn verður sjálfur að reyna að ráða í hvað meintar rangfærslur snúast um. Fyrra dæmið kom til í umfjöllun um beiðni um gæðaúttektargögn vegna lyfjagagnagrunns, hið síðara vegna eftirritunarskyldu á tramadól, lyf sem á tæplega 10 ára tímabili kom við sögu í a.m.k. 37 lyfjatengdum dauðsföllum. Blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði frétt 19. júní í sumar, undir yfirskriftinni „Hindrar aðgengi að gögnum“, þar sem meðal annars kom fram að margítrekaðar tilraunir í nærri hálft annað ár til að fá rafræn gögn á óendurskrifanlegum geisladiski höfðu ekki borið árangur. Embætti landlæknis hefur enn ekki afhent umbeðin gögn, en hins vegar fjallað um Morgunblaðsfréttina, og þar notað orðið „rangfærslur“ um þá staðreynd að umbeðin gögn hafa enn ekki verið afhent, með vísan í að gögnin hafi í langan tíma verið tilbúin til afhendingar. Rétt er að gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar, því að það voru þau strax laust fyrir áramót 2012 /2013. Embættið hefur hins vegar enn ekki verið tilbúið að afhenda þau eins og þau liggja fyrir. Ekki er því allskostar ljóst hvað átt er við með orðinu „rangfærslur“ þarna. Nýtt tilbrigði við svona notkun á orðinu „rangfærslur“ kemur svo fyrir í óánægju landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar með gagnrýni Ólafs Adolfssonar á þá ákvörðun stofnananna að gera lyfið tramadól eftirritunarskylt.* Í umfjöllun landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar kemur sem sé ekki fram í hverju meintar rangfærslur Ólafs felist. Í staðinn er fjallað ítarlega um af hverju nauðsynlegt hafi þótt að gera lyfið eftirritunarskylt. Þeir sem vildu fræðast nánar um málið hafa ef til vill hnotið um aðra grein frá Lyfjastofnun, birta degi seinna. Þar kemur orðið „rangfærslur“ reyndar ekki fyrir. Hins vegar er talað um að nauðsynlegt sé að leiðrétta þá umsögn Ólafs að 2 lyfjafræðingar í fullu starfi sinni yfirferð eftirritunarskyldra lyfseðla hjá Lyfjastofnun. Við lestur greinar Ólafs sést að hann minnist ekkert á lyfjafræðinga, heldur talar um stöðugildi, sem geta sem hægast verið skipuð einhverjum öðrum starfskröftum en lyfjafræðinum. Millistjórnanda hjá Lyfjastofnun verða því á, daginn eftir grein forstjóra og landlæknis, þær rangfærslur að gera Ólafi upp orð við framsetningu talna sem ekki ber saman við Ólafs tölur, sem þó eru hafðar eftir Lyfjastofnun. Þar sem gagnrýni Ólafs virðist snerta auman blett hjá báðum stofnunum, má varpa þeirri spurningu til lesenda, hvort sé áhrifaríkara til að stemma stigu við notkun tramadols: að gera það eftirritunarskylt þannig að: a) skriffinnska í apótekunum margfaldist, b) sjúklingurinn verði fyrir smávægilegum óþægindum af lengri bið og kvittun fyrir móttöku, en c) læknirinn verði harla lítið var við breytinguna, eða að taka á þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum of frjálslega, með: a) ráðgjöf, b) eftirliti ef ráðgjöfin hrekkur ekki til, og c) aðgerðum til að hefta ávísanagleði læknanna ef ráðgjöf og eftirlit hafa ekkert að segja. Síðarnefndi kosturinn hefur gefist vel til að leiðrétta ýmsar brotalamir á ávísanavenjum í nágrannalöndunum, en lítið verið notaður á Íslandi. Getur verið að takmarkað bolmagn landlæknis til að leiða kollega sína á rétta braut í lyfjaávísunum valdi svo sorglegum varnarviðbrögðum? Hvað veldur því að Lyfjastofnun velur að taka undir svo hæpinn söng? Er „rangfærslur“ orð sem ríkisstarfsmenn grípa til þegar þeir eiga vondan málstað að verja? *Greinar Ólafs má finna á http://www.lfi.is undir „Lyfjafræðingafélagið“ og þar undir „Tímarit um lyfjafræði“ í 1. tölublaði 2013, bls. 30 og 1. tölublaði 2014, bls. 38 og 39, en svar Lyfjastofnunar og svör forstjórans og landlæknis eru í 2. tölublaði 2014 á bls. 34 og 35.Grein landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar er birt í Tímariti um lyfjafræði, nýjasta tölublaðinu en kom líka inn á vef Lyfjastofnunar 22. september og grein millistjórnandans kom inn þann 23. september. Greinin frá landlækni og forstjóra Lyfjastofnunar vegna skrifa Ólafs Adolfssonar kom á vef landlæknis 19. september en greinin vegna skrifa blaðamanns Morgunblaðsins kom á vef landlæknis 26. júní.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun