„Rangfærslur“ – þegar bjálkinn í eigin auga byrgir mönnum sýn Ingunn Björnsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 „Rangfærslur „ er orð sem virðist njóta vaxandi vinsælda hjá yfirmönnum og millistjórnendum opinberra stofnana sem sýsla með heilbrigðismál/lyfjamál. Hér verða rakin tvö nýleg, athyglisverð dæmi um þetta. Þau eiga það sammerkt að lesandinn verður sjálfur að reyna að ráða í hvað meintar rangfærslur snúast um. Fyrra dæmið kom til í umfjöllun um beiðni um gæðaúttektargögn vegna lyfjagagnagrunns, hið síðara vegna eftirritunarskyldu á tramadól, lyf sem á tæplega 10 ára tímabili kom við sögu í a.m.k. 37 lyfjatengdum dauðsföllum. Blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði frétt 19. júní í sumar, undir yfirskriftinni „Hindrar aðgengi að gögnum“, þar sem meðal annars kom fram að margítrekaðar tilraunir í nærri hálft annað ár til að fá rafræn gögn á óendurskrifanlegum geisladiski höfðu ekki borið árangur. Embætti landlæknis hefur enn ekki afhent umbeðin gögn, en hins vegar fjallað um Morgunblaðsfréttina, og þar notað orðið „rangfærslur“ um þá staðreynd að umbeðin gögn hafa enn ekki verið afhent, með vísan í að gögnin hafi í langan tíma verið tilbúin til afhendingar. Rétt er að gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar, því að það voru þau strax laust fyrir áramót 2012 /2013. Embættið hefur hins vegar enn ekki verið tilbúið að afhenda þau eins og þau liggja fyrir. Ekki er því allskostar ljóst hvað átt er við með orðinu „rangfærslur“ þarna. Nýtt tilbrigði við svona notkun á orðinu „rangfærslur“ kemur svo fyrir í óánægju landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar með gagnrýni Ólafs Adolfssonar á þá ákvörðun stofnananna að gera lyfið tramadól eftirritunarskylt.* Í umfjöllun landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar kemur sem sé ekki fram í hverju meintar rangfærslur Ólafs felist. Í staðinn er fjallað ítarlega um af hverju nauðsynlegt hafi þótt að gera lyfið eftirritunarskylt. Þeir sem vildu fræðast nánar um málið hafa ef til vill hnotið um aðra grein frá Lyfjastofnun, birta degi seinna. Þar kemur orðið „rangfærslur“ reyndar ekki fyrir. Hins vegar er talað um að nauðsynlegt sé að leiðrétta þá umsögn Ólafs að 2 lyfjafræðingar í fullu starfi sinni yfirferð eftirritunarskyldra lyfseðla hjá Lyfjastofnun. Við lestur greinar Ólafs sést að hann minnist ekkert á lyfjafræðinga, heldur talar um stöðugildi, sem geta sem hægast verið skipuð einhverjum öðrum starfskröftum en lyfjafræðinum. Millistjórnanda hjá Lyfjastofnun verða því á, daginn eftir grein forstjóra og landlæknis, þær rangfærslur að gera Ólafi upp orð við framsetningu talna sem ekki ber saman við Ólafs tölur, sem þó eru hafðar eftir Lyfjastofnun. Þar sem gagnrýni Ólafs virðist snerta auman blett hjá báðum stofnunum, má varpa þeirri spurningu til lesenda, hvort sé áhrifaríkara til að stemma stigu við notkun tramadols: að gera það eftirritunarskylt þannig að: a) skriffinnska í apótekunum margfaldist, b) sjúklingurinn verði fyrir smávægilegum óþægindum af lengri bið og kvittun fyrir móttöku, en c) læknirinn verði harla lítið var við breytinguna, eða að taka á þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum of frjálslega, með: a) ráðgjöf, b) eftirliti ef ráðgjöfin hrekkur ekki til, og c) aðgerðum til að hefta ávísanagleði læknanna ef ráðgjöf og eftirlit hafa ekkert að segja. Síðarnefndi kosturinn hefur gefist vel til að leiðrétta ýmsar brotalamir á ávísanavenjum í nágrannalöndunum, en lítið verið notaður á Íslandi. Getur verið að takmarkað bolmagn landlæknis til að leiða kollega sína á rétta braut í lyfjaávísunum valdi svo sorglegum varnarviðbrögðum? Hvað veldur því að Lyfjastofnun velur að taka undir svo hæpinn söng? Er „rangfærslur“ orð sem ríkisstarfsmenn grípa til þegar þeir eiga vondan málstað að verja? *Greinar Ólafs má finna á http://www.lfi.is undir „Lyfjafræðingafélagið“ og þar undir „Tímarit um lyfjafræði“ í 1. tölublaði 2013, bls. 30 og 1. tölublaði 2014, bls. 38 og 39, en svar Lyfjastofnunar og svör forstjórans og landlæknis eru í 2. tölublaði 2014 á bls. 34 og 35.Grein landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar er birt í Tímariti um lyfjafræði, nýjasta tölublaðinu en kom líka inn á vef Lyfjastofnunar 22. september og grein millistjórnandans kom inn þann 23. september. Greinin frá landlækni og forstjóra Lyfjastofnunar vegna skrifa Ólafs Adolfssonar kom á vef landlæknis 19. september en greinin vegna skrifa blaðamanns Morgunblaðsins kom á vef landlæknis 26. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Rangfærslur „ er orð sem virðist njóta vaxandi vinsælda hjá yfirmönnum og millistjórnendum opinberra stofnana sem sýsla með heilbrigðismál/lyfjamál. Hér verða rakin tvö nýleg, athyglisverð dæmi um þetta. Þau eiga það sammerkt að lesandinn verður sjálfur að reyna að ráða í hvað meintar rangfærslur snúast um. Fyrra dæmið kom til í umfjöllun um beiðni um gæðaúttektargögn vegna lyfjagagnagrunns, hið síðara vegna eftirritunarskyldu á tramadól, lyf sem á tæplega 10 ára tímabili kom við sögu í a.m.k. 37 lyfjatengdum dauðsföllum. Blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði frétt 19. júní í sumar, undir yfirskriftinni „Hindrar aðgengi að gögnum“, þar sem meðal annars kom fram að margítrekaðar tilraunir í nærri hálft annað ár til að fá rafræn gögn á óendurskrifanlegum geisladiski höfðu ekki borið árangur. Embætti landlæknis hefur enn ekki afhent umbeðin gögn, en hins vegar fjallað um Morgunblaðsfréttina, og þar notað orðið „rangfærslur“ um þá staðreynd að umbeðin gögn hafa enn ekki verið afhent, með vísan í að gögnin hafi í langan tíma verið tilbúin til afhendingar. Rétt er að gögnin hafa lengi verið tilbúin til afhendingar, því að það voru þau strax laust fyrir áramót 2012 /2013. Embættið hefur hins vegar enn ekki verið tilbúið að afhenda þau eins og þau liggja fyrir. Ekki er því allskostar ljóst hvað átt er við með orðinu „rangfærslur“ þarna. Nýtt tilbrigði við svona notkun á orðinu „rangfærslur“ kemur svo fyrir í óánægju landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar með gagnrýni Ólafs Adolfssonar á þá ákvörðun stofnananna að gera lyfið tramadól eftirritunarskylt.* Í umfjöllun landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar kemur sem sé ekki fram í hverju meintar rangfærslur Ólafs felist. Í staðinn er fjallað ítarlega um af hverju nauðsynlegt hafi þótt að gera lyfið eftirritunarskylt. Þeir sem vildu fræðast nánar um málið hafa ef til vill hnotið um aðra grein frá Lyfjastofnun, birta degi seinna. Þar kemur orðið „rangfærslur“ reyndar ekki fyrir. Hins vegar er talað um að nauðsynlegt sé að leiðrétta þá umsögn Ólafs að 2 lyfjafræðingar í fullu starfi sinni yfirferð eftirritunarskyldra lyfseðla hjá Lyfjastofnun. Við lestur greinar Ólafs sést að hann minnist ekkert á lyfjafræðinga, heldur talar um stöðugildi, sem geta sem hægast verið skipuð einhverjum öðrum starfskröftum en lyfjafræðinum. Millistjórnanda hjá Lyfjastofnun verða því á, daginn eftir grein forstjóra og landlæknis, þær rangfærslur að gera Ólafi upp orð við framsetningu talna sem ekki ber saman við Ólafs tölur, sem þó eru hafðar eftir Lyfjastofnun. Þar sem gagnrýni Ólafs virðist snerta auman blett hjá báðum stofnunum, má varpa þeirri spurningu til lesenda, hvort sé áhrifaríkara til að stemma stigu við notkun tramadols: að gera það eftirritunarskylt þannig að: a) skriffinnska í apótekunum margfaldist, b) sjúklingurinn verði fyrir smávægilegum óþægindum af lengri bið og kvittun fyrir móttöku, en c) læknirinn verði harla lítið var við breytinguna, eða að taka á þeim læknum sem ávísa þessum lyfjum of frjálslega, með: a) ráðgjöf, b) eftirliti ef ráðgjöfin hrekkur ekki til, og c) aðgerðum til að hefta ávísanagleði læknanna ef ráðgjöf og eftirlit hafa ekkert að segja. Síðarnefndi kosturinn hefur gefist vel til að leiðrétta ýmsar brotalamir á ávísanavenjum í nágrannalöndunum, en lítið verið notaður á Íslandi. Getur verið að takmarkað bolmagn landlæknis til að leiða kollega sína á rétta braut í lyfjaávísunum valdi svo sorglegum varnarviðbrögðum? Hvað veldur því að Lyfjastofnun velur að taka undir svo hæpinn söng? Er „rangfærslur“ orð sem ríkisstarfsmenn grípa til þegar þeir eiga vondan málstað að verja? *Greinar Ólafs má finna á http://www.lfi.is undir „Lyfjafræðingafélagið“ og þar undir „Tímarit um lyfjafræði“ í 1. tölublaði 2013, bls. 30 og 1. tölublaði 2014, bls. 38 og 39, en svar Lyfjastofnunar og svör forstjórans og landlæknis eru í 2. tölublaði 2014 á bls. 34 og 35.Grein landlæknis og forstjóra Lyfjastofnunar er birt í Tímariti um lyfjafræði, nýjasta tölublaðinu en kom líka inn á vef Lyfjastofnunar 22. september og grein millistjórnandans kom inn þann 23. september. Greinin frá landlækni og forstjóra Lyfjastofnunar vegna skrifa Ólafs Adolfssonar kom á vef landlæknis 19. september en greinin vegna skrifa blaðamanns Morgunblaðsins kom á vef landlæknis 26. júní.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun