Eru fjölmiðlar að ala upp börnin okkar? Anna Guðrún Steinsen skrifar 26. júní 2014 07:00 Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á einni viku horfa unglingar í Bandaríkjunum á sjónvarp í 31 klukkustund, hlusta á tónlist í 17 klukkustundir, horfa á bíómyndir í 3 klst., lesa blöð í 4 klst. og eru á netinu í 10 klukkustundir. Í allt eru þetta tæpar 10 klukkustundir af fjölmiðlaáhrifum á dag! Dagleg skilaboð eru því hvernig þú átt að haga þér, hvað þú átt að gera, hvernig fötum þú átt að klæðast og yfirhöfuð hvernig þú átt að vera. Þetta eru allt mjög áhrifamikil skilaboð. Í dag er hægt að „gúgla“ allt og alla. Unglingar og fullorðnir fá nánast allar upplýsingar á „YouTube“ eða „Google“ og þannig mótar þetta huga okkar og skoðanir. Á nokkrum árum hefur allt breyst. Í dag eru flestir unglingar á „Facebook“, „Instagram“, „Snapchat“ og með snjallsíma. Fólk hittist sjaldnar og talar lítið sem ekkert saman því allir eru í snjallsímanum. Jólaboðið þitt er komið á Facebook áður en það byrjar! Ef við skoðum fjölmiðlaskilaboð til stúlkna þá eru þau skýr! Það sem skiptir öllu máli er hvernig þær líta út. Líkamsímyndin er það sem allt snýst um. Samkvæmt fjölmiðlastöðlum eiga stúlkur að vera grannar og líta vel út. Stinnur rass, flott brjóst, flatur magi…þá fyrst eru þær sexí og það eykur líkur á árangri! Kvenlíkaminn selur vörur út um allan heim í formi auglýsinga, viðtala í tímaritum, myndbanda, bíómynda o.s.frv. Fjölmiðlar halda því fram að þetta sé það sem fólk vill kaupa. Þeir eru svo áhrifamiklir og sterkir að það er vonlítið að stöðva þá. Í lok dags er þetta alls ekki það sem almenningur vill. Allavega ekki fyrir dætur sínar, systur eða vinkonur. Allar konur sem eru sexí í fjölmiðlum, bíómyndum eða á myndböndum…þær eru líka dætur, vinkonur eða systur. Skilaboð til drengja úr fjölmiðlum eru hins vegar þau að þeir eigi að vera sterkir og láta ekki vaða yfir sig. Vertu karlmaður! Þeir eiga að sjá til þess að kröfum þeirra sé fylgt eftir bæði í leik, starfi og einkalífi. Það er alltaf verið að reyna að „sjokkera“ meira og meira til þess að ná athygli neytandans. Meira ofbeldi, meira kynlíf. Hver þorir lengra? Sá sem fer lengra og gerir meira fær meiri athygli. Hvenær er komið nóg?! Hvernig breytum við þessu? Eitt af því sem mögulega er hægt að gera til að stöðva þessa þróun er að fá fleiri heilbrigðar fyrirmyndir í fjölmiðlana. Ekki endilega þær sem henta staðalímyndinni heldur mismunandi konur og karla. Góð kvenfyrirmynd styrkir sjálfsímynd kvenna, breytir gamaldags hugsunarhætti, hvetur þær til þess að horfa lengra og breytir framtíðarsýn ungra stúlkna. Sama á við um unga stráka. Við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir þá til að breyta gamaldags hugsunarhætti þar líka. Það er ekki alltaf í lagi að bæla eigin tilfinningar og harka af sér, keyra áfram og vera þessi harði nagli. Fyrirmyndir sem þora að synda gegn straumnum og eru ekki endilega þessi týpíska staðalímynd. Þetta snýst ekki um að vera femínisti, kvenremba eða karlremba! Tökum afstöðu. Þín hugsun og afstaða hefur áhrif á fólkið í kringum þig og á endanum getur það breytt afstöðu annarra og haft margföldunaráhrif á jákvæðan hátt.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun