Lífið

Eyþór Ingi ætlar að búa í rútu í viku

Eyþór Ingi og Atómskáldin á tónleikum á Græna Hattinum fyrir skömmu.
Eyþór Ingi og Atómskáldin á tónleikum á Græna Hattinum fyrir skömmu. Mynd/Gunnlaugur Antonsson
„Við stefnum á að fara um allt landið í sumar og erum að fara í fyrsta hluta ferðalagsins í vikunni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson en hann og hljómsveitin hans, Atómskáldin, leggja af stað í tónleikaferðalag um landið í vikunni.

Þeir félagar hafa leigt Liner-hljómsveitarrútuna og ætla búa þar í viku. „Við munum búa saman í rútunni í viku, það verður mjög skemmtilegt og fróðlegt,“ bætir Eyþór Ingi við.

Eyþór Ingi og Atómskáldin koma fram á fimm tónleikum á fimm dögum og hefst ferðalagið á Gauknum á mánudagskvöld og halda þeir svo norður.

Þeir koma fram á eftirfarandi stöðum:

Gaukurinn, Reykjavík - 16. júní

Útitónleikar, Akureyri - 17. júní

Gamli Baukur, Húsavík - 18. júní

Mælifell, Sauðárkróki - 19. júní

Hofi, Akureyri - 20. júní.

Eyþór Ingi og Atómskáldin ætla flytja lög af samnefndri plötu, en auk þess ætla þeir félagar að frumflytja nýtt efni. Þá ætlar hljómsveitin einnig að spila nokkur lög með hljómsveitum á borð við Muse, Jeff Buckley, Radiohead og The Smiths. „Við lofum mögnuðum tónleikum og okkur hlakkar mikið til,“ bætir Eyþór Ingi við.

Eyþór Ingi og Atómskáldin leggja af stað í tónleikaferðalag.Mynd/Gunnlaugur Antonsson

Tengdar fréttir

Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin

Liner-rútan, sem kom hingað til lands árið 1999 en hefur legið í dvala síðan botninn datt úr sveitaballabransanum, er nú tilbúin í slaginn á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.