„Alveg ótrúlega gaman að vera gamall“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 14:00 Stöllurnar við höfnina. „Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira