Áskorun að lifa á tekjum námsmanna Ugla Egilsdóttir skrifar 21. janúar 2014 10:30 Inga með skó sem hún þarf líkast til að skipta út í vikunni. Fréttablaðið/Valli Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira