Áskorun að lifa á tekjum námsmanna Ugla Egilsdóttir skrifar 21. janúar 2014 10:30 Inga með skó sem hún þarf líkast til að skipta út í vikunni. Fréttablaðið/Valli Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn standa fyrir áskorun í þessari viku sem nefnist Hungurleikar LÍN. Þátttakendur í Hungurleikunum þurfa að lifa á 2.050 krónum á dag, sem eru ráðstöfunartekjur námsmanna á lánum frá LÍN að undanskildum húsnæðiskostnaði. Áskorunin stendur frá miðnætti aðfaranótt 20. janúar til miðnættis viku seinna. Þátttakendum er gert að taka myndir af útgjöldum sínum meðan á áskoruninni stendur og merkja myndirnar á Instagram með kassmerkinu #HungurleikarLÍN.Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ætlar að taka þátt. Henni hefur gengið ágætlega í áskoruninni hingað til. „Leikarnir hófust á miðnætti og ég er ekki búin að eyða neinu í dag.“ Hún spáir því að gamanið kárni síðar í vikunni. „Skórnir mínir eru að detta í sundur. Þegar það gerist neyðist ég til að kaupa mér nýja skó vegna þess að þetta er síðasta skóparið mitt. Svo sé ég fram á að kaupa mér getnaðarvarnir á miðvikudaginn. Þá er helmingurinn af vikupeningunum farinn.“ Hún segist þó eiga fyrir þessum útgjaldaliðum sjálf alla jafna. „Ég kemst upp með þetta í lífinu. Ég er ekki á lánum frá LÍN og er ekki í námi, en ég myndi þurfa alla þessa hluti ef ég væri í námi.“ Í reglunum kemur fram að engin útgjöld nema húsnæðisgjöld séu undanskilin í leiknum. „Það er bannað að birgja sig upp af vörum áður en leikurinn hefst, og það er líka bannað að svindla og fresta til dæmis tannlæknatímum þangað til í vikunni á eftir.“ Grunnframfærsla LÍN þetta skólaár er 144.867 krónur á mánuði „Stúdentaráð hefur reiknað út að námsmenn hafi aðeins 1.300 krónur í mat á dag og 750 krónur í allt annað að undanskildu húsnæði, og við miðum við þeirra útreikninga. Þessi upphæð dugir ekki til að lifa mannsæmandi lífi. Ég er búin að fara bæði til tannlæknis og augnlæknis í þessum mánuði. Læknisheimsóknirnar kostuðu mig sextíu þúsund krónur. Ef ég þyrfti að lifa á námslánum gæti ég ekki borðað í rúman mánuð eftir þetta, nema með því að taka yfirdrátt.“ Tuttugu manns hafa skráð sig fyrirfram til þátttöku í Hungurleikum LÍN. Öllum er þó heimilt að taka þátt á Instagram. „Við vonum að sem flestir taki þátt, og sérstaklega yfirvöld. Það væri gaman að sjá menntamálaráðherra reyna að lifa á 2.050 krónum á dag.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira