„Flest bendir til að verið sé að færa fjármuni frá tekjulægri til tekjuhærri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2014 16:18 Oddgeir gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum. mynd/samsett Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“ Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent