„Flest bendir til að verið sé að færa fjármuni frá tekjulægri til tekjuhærri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2014 16:18 Oddgeir gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum. mynd/samsett Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira