Risabardagi í þyngdarflokki Gunnars í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júlí 2014 12:15 Robbie Lawler og Matt Brown í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45
Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum