Endurhugsun á menntakerfinu Arnaldur Sigurðarson skrifar 9. júlí 2014 07:00 Núna hef ég nýlega tekið að mér hlutverk sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði hjá Reykjavíkurborg. Það hefur verið mörgum nokkuð ljóst að mikið þarf að laga í menntakerfi Íslands. Menntun eins og við þekkjum hana er víðast hvar mjög svipuð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhaldsskóla og loks háskóla. Þessi mismunandi stig menntunar hafa öll svipaða uppbyggingu þar sem fögum er raðað niður eftir því hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi, hugvísindi eru aftarlega og list- og verkgreinar reka lestina. Þessa uppröðun má rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Þessi uppbygging menntunar er hins vegar úrelt í heimi internetsins. Heimurinn er að breytast mjög hratt og ný tækni er þróuð mun hraðar en áður. Tækniþróun mun brátt gera störf óþörf hraðar en hægt er að skapa þau en sumir sérfræðingar vilja meina að við séum nú þegar komin á það stig. Þannig virðist vera með unga fólkið sem útskrifast úr háskóla en fer svo beint á bætur því erfitt reynist að finna starf á þeirra sviði. Í íslenska menntakerfinu er mun meira brottfall úr námi en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er einnig áhyggjuefni hversu mikið fleiri drengir flosna úr námi en stúlkur samkvæmt skýrslu OECD sem kom út árið 2011. Þetta á sérstaklega við nemendur sem glíma við námserfiðleika eins og t.d. lesblindu eða ADD, sem eru líklegri til að flosna upp úr námi vegna þess að námið höfðar ekki til þeirra. Ef lögð er meiri áhersla á sköpun og listnám á öllum skólastigum, mun það snarauka möguleika nemenda til þess að efla þá fjölbreyttu hæfileika sem þeir búa yfir. Kennsla í tölvuforritun í grunnskólum mun undirbúa nemendur fyrir framtíð sem er mjög háð netinu. Þar að auki eru allar starfsstéttir að verða tölvuvæddari og því mjög mikilvægt að vera tölvulæs. Innleiða þarf persónulegri menntun sem hentar hverjum nemanda og gefur honum betri tækifæri til þess að rækta hæfileika sína. Menntun á netinu á borð við Coursera og Khan Academy er þegar notuð sem viðurkenndur hluti af námi í nokkrum skólum í Bandaríkjunum. Það er aðeins spurning um hvenær menntun á internetinu fer í beina samkeppni við hefðbundna menntun. Eigum við að halda okkur við iðnbyltingarmódelið og leyfa alvarlegri menntakrísu að eiga sér stað? Nú er tími fyrir menntakerfi upplýsingaaldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Núna hef ég nýlega tekið að mér hlutverk sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði hjá Reykjavíkurborg. Það hefur verið mörgum nokkuð ljóst að mikið þarf að laga í menntakerfi Íslands. Menntun eins og við þekkjum hana er víðast hvar mjög svipuð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhaldsskóla og loks háskóla. Þessi mismunandi stig menntunar hafa öll svipaða uppbyggingu þar sem fögum er raðað niður eftir því hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi, hugvísindi eru aftarlega og list- og verkgreinar reka lestina. Þessa uppröðun má rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Þessi uppbygging menntunar er hins vegar úrelt í heimi internetsins. Heimurinn er að breytast mjög hratt og ný tækni er þróuð mun hraðar en áður. Tækniþróun mun brátt gera störf óþörf hraðar en hægt er að skapa þau en sumir sérfræðingar vilja meina að við séum nú þegar komin á það stig. Þannig virðist vera með unga fólkið sem útskrifast úr háskóla en fer svo beint á bætur því erfitt reynist að finna starf á þeirra sviði. Í íslenska menntakerfinu er mun meira brottfall úr námi en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er einnig áhyggjuefni hversu mikið fleiri drengir flosna úr námi en stúlkur samkvæmt skýrslu OECD sem kom út árið 2011. Þetta á sérstaklega við nemendur sem glíma við námserfiðleika eins og t.d. lesblindu eða ADD, sem eru líklegri til að flosna upp úr námi vegna þess að námið höfðar ekki til þeirra. Ef lögð er meiri áhersla á sköpun og listnám á öllum skólastigum, mun það snarauka möguleika nemenda til þess að efla þá fjölbreyttu hæfileika sem þeir búa yfir. Kennsla í tölvuforritun í grunnskólum mun undirbúa nemendur fyrir framtíð sem er mjög háð netinu. Þar að auki eru allar starfsstéttir að verða tölvuvæddari og því mjög mikilvægt að vera tölvulæs. Innleiða þarf persónulegri menntun sem hentar hverjum nemanda og gefur honum betri tækifæri til þess að rækta hæfileika sína. Menntun á netinu á borð við Coursera og Khan Academy er þegar notuð sem viðurkenndur hluti af námi í nokkrum skólum í Bandaríkjunum. Það er aðeins spurning um hvenær menntun á internetinu fer í beina samkeppni við hefðbundna menntun. Eigum við að halda okkur við iðnbyltingarmódelið og leyfa alvarlegri menntakrísu að eiga sér stað? Nú er tími fyrir menntakerfi upplýsingaaldarinnar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar