Endurhugsun á menntakerfinu Arnaldur Sigurðarson skrifar 9. júlí 2014 07:00 Núna hef ég nýlega tekið að mér hlutverk sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði hjá Reykjavíkurborg. Það hefur verið mörgum nokkuð ljóst að mikið þarf að laga í menntakerfi Íslands. Menntun eins og við þekkjum hana er víðast hvar mjög svipuð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhaldsskóla og loks háskóla. Þessi mismunandi stig menntunar hafa öll svipaða uppbyggingu þar sem fögum er raðað niður eftir því hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi, hugvísindi eru aftarlega og list- og verkgreinar reka lestina. Þessa uppröðun má rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Þessi uppbygging menntunar er hins vegar úrelt í heimi internetsins. Heimurinn er að breytast mjög hratt og ný tækni er þróuð mun hraðar en áður. Tækniþróun mun brátt gera störf óþörf hraðar en hægt er að skapa þau en sumir sérfræðingar vilja meina að við séum nú þegar komin á það stig. Þannig virðist vera með unga fólkið sem útskrifast úr háskóla en fer svo beint á bætur því erfitt reynist að finna starf á þeirra sviði. Í íslenska menntakerfinu er mun meira brottfall úr námi en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er einnig áhyggjuefni hversu mikið fleiri drengir flosna úr námi en stúlkur samkvæmt skýrslu OECD sem kom út árið 2011. Þetta á sérstaklega við nemendur sem glíma við námserfiðleika eins og t.d. lesblindu eða ADD, sem eru líklegri til að flosna upp úr námi vegna þess að námið höfðar ekki til þeirra. Ef lögð er meiri áhersla á sköpun og listnám á öllum skólastigum, mun það snarauka möguleika nemenda til þess að efla þá fjölbreyttu hæfileika sem þeir búa yfir. Kennsla í tölvuforritun í grunnskólum mun undirbúa nemendur fyrir framtíð sem er mjög háð netinu. Þar að auki eru allar starfsstéttir að verða tölvuvæddari og því mjög mikilvægt að vera tölvulæs. Innleiða þarf persónulegri menntun sem hentar hverjum nemanda og gefur honum betri tækifæri til þess að rækta hæfileika sína. Menntun á netinu á borð við Coursera og Khan Academy er þegar notuð sem viðurkenndur hluti af námi í nokkrum skólum í Bandaríkjunum. Það er aðeins spurning um hvenær menntun á internetinu fer í beina samkeppni við hefðbundna menntun. Eigum við að halda okkur við iðnbyltingarmódelið og leyfa alvarlegri menntakrísu að eiga sér stað? Nú er tími fyrir menntakerfi upplýsingaaldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Núna hef ég nýlega tekið að mér hlutverk sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði hjá Reykjavíkurborg. Það hefur verið mörgum nokkuð ljóst að mikið þarf að laga í menntakerfi Íslands. Menntun eins og við þekkjum hana er víðast hvar mjög svipuð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhaldsskóla og loks háskóla. Þessi mismunandi stig menntunar hafa öll svipaða uppbyggingu þar sem fögum er raðað niður eftir því hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi, hugvísindi eru aftarlega og list- og verkgreinar reka lestina. Þessa uppröðun má rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Þessi uppbygging menntunar er hins vegar úrelt í heimi internetsins. Heimurinn er að breytast mjög hratt og ný tækni er þróuð mun hraðar en áður. Tækniþróun mun brátt gera störf óþörf hraðar en hægt er að skapa þau en sumir sérfræðingar vilja meina að við séum nú þegar komin á það stig. Þannig virðist vera með unga fólkið sem útskrifast úr háskóla en fer svo beint á bætur því erfitt reynist að finna starf á þeirra sviði. Í íslenska menntakerfinu er mun meira brottfall úr námi en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er einnig áhyggjuefni hversu mikið fleiri drengir flosna úr námi en stúlkur samkvæmt skýrslu OECD sem kom út árið 2011. Þetta á sérstaklega við nemendur sem glíma við námserfiðleika eins og t.d. lesblindu eða ADD, sem eru líklegri til að flosna upp úr námi vegna þess að námið höfðar ekki til þeirra. Ef lögð er meiri áhersla á sköpun og listnám á öllum skólastigum, mun það snarauka möguleika nemenda til þess að efla þá fjölbreyttu hæfileika sem þeir búa yfir. Kennsla í tölvuforritun í grunnskólum mun undirbúa nemendur fyrir framtíð sem er mjög háð netinu. Þar að auki eru allar starfsstéttir að verða tölvuvæddari og því mjög mikilvægt að vera tölvulæs. Innleiða þarf persónulegri menntun sem hentar hverjum nemanda og gefur honum betri tækifæri til þess að rækta hæfileika sína. Menntun á netinu á borð við Coursera og Khan Academy er þegar notuð sem viðurkenndur hluti af námi í nokkrum skólum í Bandaríkjunum. Það er aðeins spurning um hvenær menntun á internetinu fer í beina samkeppni við hefðbundna menntun. Eigum við að halda okkur við iðnbyltingarmódelið og leyfa alvarlegri menntakrísu að eiga sér stað? Nú er tími fyrir menntakerfi upplýsingaaldarinnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun