86 km af stikuðum gönguleiðum Haraldur Sverrisson skrifar 9. maí 2014 07:00 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Tengslin við náttúruna eru sterk í þessu fallega bæjarstæði og er bæjarfélagið vinsælt til búsetu fyrir áhugafólk um útivist og íþróttir. Í Mosfellsbæ hefur á undanförnum árum verið unnið að ansi merkilegu verkefni, þ.e. að stika gönguleiðir um fjöll, dali og vegleysur í bæjarfélaginu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skátafélagið Mosverja. Mosverjar hafa nú í nokkur ár staðið fyrir 7 tinda hlaupinu en það er 37 km hlaup eftir þessum stikuðu leiðum en einnig er boðið upp á styttri vegalengdir. 7 tinda hlaupið verður haldið 30. ágúst næstkomandi. Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að auðvelda almenningi aðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæðis Mosfellsbæjar. Þar eru margar náttúruperlur og sögulegar minjar sem sagt er frá á sérstökum fræðsluskiltum sem sett hafa verið upp í tengslum við verkefnið.Fjölbreyttir möguleikar Verkefnið um stikaðar gönguleiðir var sett að stað árið 2009. Nú hafa verið stikaðar leiðir sem eru samtals um 86 km að lengd. Við upphaf hverrar gönguleiðar er sagt frá leiðinni bæði hvað varðar landhagi og lengd og á hverri leið eru vegprestar sem sýna vegalengdir og krossgötur. Að ganga á fellin umhverfis Mosfellsbæ er holl og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Nauðsynlegt er að velja gönguleiðir sem henta aldri og getu hvers og eins og eftir góða göngu er tilvalið að skella sér í Lágafellslaug, eina af vinsælustu sundlaugum landsins. Gert hefur verið greinargott kort af gönguleiðum sem nálgast má á vef bæjarins www.mos.is. Þetta er jákvætt og hvetjandi verkefni sem styður allt sem Mosfellsbær vill standa fyrir. Við Mosfellingar bjóðum allt göngu- og útivistarfólk velkomið að njóta fallegrar náttúru Mosfellsbæjar og nýta sér stikuðu gönguleiðirnar í vor og sumar. Verið velkomin í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Tengslin við náttúruna eru sterk í þessu fallega bæjarstæði og er bæjarfélagið vinsælt til búsetu fyrir áhugafólk um útivist og íþróttir. Í Mosfellsbæ hefur á undanförnum árum verið unnið að ansi merkilegu verkefni, þ.e. að stika gönguleiðir um fjöll, dali og vegleysur í bæjarfélaginu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skátafélagið Mosverja. Mosverjar hafa nú í nokkur ár staðið fyrir 7 tinda hlaupinu en það er 37 km hlaup eftir þessum stikuðu leiðum en einnig er boðið upp á styttri vegalengdir. 7 tinda hlaupið verður haldið 30. ágúst næstkomandi. Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að auðvelda almenningi aðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæðis Mosfellsbæjar. Þar eru margar náttúruperlur og sögulegar minjar sem sagt er frá á sérstökum fræðsluskiltum sem sett hafa verið upp í tengslum við verkefnið.Fjölbreyttir möguleikar Verkefnið um stikaðar gönguleiðir var sett að stað árið 2009. Nú hafa verið stikaðar leiðir sem eru samtals um 86 km að lengd. Við upphaf hverrar gönguleiðar er sagt frá leiðinni bæði hvað varðar landhagi og lengd og á hverri leið eru vegprestar sem sýna vegalengdir og krossgötur. Að ganga á fellin umhverfis Mosfellsbæ er holl og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Nauðsynlegt er að velja gönguleiðir sem henta aldri og getu hvers og eins og eftir góða göngu er tilvalið að skella sér í Lágafellslaug, eina af vinsælustu sundlaugum landsins. Gert hefur verið greinargott kort af gönguleiðum sem nálgast má á vef bæjarins www.mos.is. Þetta er jákvætt og hvetjandi verkefni sem styður allt sem Mosfellsbær vill standa fyrir. Við Mosfellingar bjóðum allt göngu- og útivistarfólk velkomið að njóta fallegrar náttúru Mosfellsbæjar og nýta sér stikuðu gönguleiðirnar í vor og sumar. Verið velkomin í Mosfellsbæ.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar