Viðhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi! Örnólfur Hall skrifar 17. júlí 2014 07:00 Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar