Áform um verðhækkun bóka með hækkun virðisaukaskatts Jens Bammel skrifar 27. október 2014 07:00 Kæri Illugi Gunnarsson. Þau áform ríkisstjórnar Íslands að hækka virðisaukaskatt á bækur úr 7 prósentum í 12 prósent gætu valdið hinni viðkvæmu en um leið blómlegu útgáfustarfsemi í landinu alvarlegu áfalli. Ef einhver þjóð á það skilið að kallast lestrarþjóð eru það Íslendingar. Árlega eru gefnir út um 1.000 nýir titlar, en það merkir að fleiri titlar eru gefnir út á hvern mann í landi þínu en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er ljóst að orðið hefur 19 prósenta samdráttur í útgáfustarfsemi á Íslandi síðan bankakerfið hrundi árið 2008. Þessi grein verður áfram viðkvæm og samdráttur er fyrirsjáanlegur sökum smæðar markaðarins og ófullnægjandi stuðningskerfis. Þrátt fyrir þetta eiga Íslendingar heimsþekkta rithöfunda og bókmenntir. Þessir höfundar og verk þeirra eru mikilvægir efnahagslegir og menningarlegir tengiliðir milli Íslands og umheimsins. Þarna er þjóðarauðlind sem, með réttri stefnu stjórnvalda, getur skapað varanlegan vöxt. Þó að eingöngu sé litið til efnahagslegra þátta er hækkun virðisaukaskatts á bækur óskynsamleg: nýlegt dæmi sýnir að slík hækkun hefur skelfilegar afleiðingar í litlum löndum. Þegar virðisaukaskattur var hækkaður í 21 prósent í Lettlandi árið 2009 minnkaði bóksala um 30 prósent og titlum fækkaði um 35 prósent svo að öll útgáfustarfsemi í landinu beið óbætanlegan skaða. Bókaútgáfa á Íslandi gæti aldrei staðið af sér slíkt stóráfall. Íslendingar hafa byggt arf sinn og sjálfsmynd á bókum og sögum og í landi þínu hafa löngum verið teknar upplýstar ákvarðanir til stuðnings menntun, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, tungunni og tjáningarfrelsinu. Þannig voru íslensk stjórnvöld með þeim fyrstu í Evrópu til að taka upp sama virðisaukaskatt á rafbækur, prentaðar bækur og hljóðbækur. Ég skora eindregið á þig að forðast allar þær ráðstafanir sem gert gætu út af við svo viðkvæma en lífsnauðsynlega atvinnugrein. Með kærri kveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Gunnarsson. Þau áform ríkisstjórnar Íslands að hækka virðisaukaskatt á bækur úr 7 prósentum í 12 prósent gætu valdið hinni viðkvæmu en um leið blómlegu útgáfustarfsemi í landinu alvarlegu áfalli. Ef einhver þjóð á það skilið að kallast lestrarþjóð eru það Íslendingar. Árlega eru gefnir út um 1.000 nýir titlar, en það merkir að fleiri titlar eru gefnir út á hvern mann í landi þínu en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er ljóst að orðið hefur 19 prósenta samdráttur í útgáfustarfsemi á Íslandi síðan bankakerfið hrundi árið 2008. Þessi grein verður áfram viðkvæm og samdráttur er fyrirsjáanlegur sökum smæðar markaðarins og ófullnægjandi stuðningskerfis. Þrátt fyrir þetta eiga Íslendingar heimsþekkta rithöfunda og bókmenntir. Þessir höfundar og verk þeirra eru mikilvægir efnahagslegir og menningarlegir tengiliðir milli Íslands og umheimsins. Þarna er þjóðarauðlind sem, með réttri stefnu stjórnvalda, getur skapað varanlegan vöxt. Þó að eingöngu sé litið til efnahagslegra þátta er hækkun virðisaukaskatts á bækur óskynsamleg: nýlegt dæmi sýnir að slík hækkun hefur skelfilegar afleiðingar í litlum löndum. Þegar virðisaukaskattur var hækkaður í 21 prósent í Lettlandi árið 2009 minnkaði bóksala um 30 prósent og titlum fækkaði um 35 prósent svo að öll útgáfustarfsemi í landinu beið óbætanlegan skaða. Bókaútgáfa á Íslandi gæti aldrei staðið af sér slíkt stóráfall. Íslendingar hafa byggt arf sinn og sjálfsmynd á bókum og sögum og í landi þínu hafa löngum verið teknar upplýstar ákvarðanir til stuðnings menntun, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, tungunni og tjáningarfrelsinu. Þannig voru íslensk stjórnvöld með þeim fyrstu í Evrópu til að taka upp sama virðisaukaskatt á rafbækur, prentaðar bækur og hljóðbækur. Ég skora eindregið á þig að forðast allar þær ráðstafanir sem gert gætu út af við svo viðkvæma en lífsnauðsynlega atvinnugrein. Með kærri kveðju.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar