Veist þú hvað iðjuþjálfun er? Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Alexandra og Rakel, fjórða árs nemar við Háskólann á Akureyri segja frá iðjuþjálfun og hvers vegna þær völdu nám í iðjuþjálfunarfræði. Í dag, 27. október er Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni þess langar okkur að fjalla í stuttu máli um iðjuþjálfun og segja frá hvers vegna við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði. Markmið okkar er að veita lesendum meiri sýn á fjölbreytileika iðjuþjálfunar og hversu þýðingarmikil störf iðjuþjálfa eru. Það sem við, greinarhöfundar eigum sameiginlegt er áhugi okkar á líkams- og hugarstarfsemi og að vinna með fólki, hjálpa öðrum. Áður en við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði unnum við báðar við heilbrigðisþjónustu en í allt öðrum fagstéttum en iðjuþjálfun. Á þáverandi vinnustöðum okkar fengum við innsýn í störf iðjuþjálfa og eftir það var ekki snúið. Það sem heillaði okkur við iðjuþjálfun er fjölbreytileikinn í starfinu og öll tækifærin sem iðjuþjálfun býður upp á til að hjálpa öðrum að gera það sem skiptir það máli í lífinu. Einnig að möguleikarnir eru nærri því óendanlegir hvað varðar starfsvettvang og eins möguleikarnir að vinna með þeim einstaklingum eða hópum sem maður hefur mestan áhuga á. Í dag stundum við fjarnám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og hafa bæði námið og vettvangstímabilin veitt okkur góða reynslu og innsýn í hversu gefandi og þýðingarmikil störf iðjuþjálfa er. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur báðum að hefja störf sem iðjuþjálfar eftir námið og takast á við það frábæra starf sem iðjuþjálfun er. Eftirfarandi eru upplýsingar í stuttu máli m.a. um iðju, um iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa, starfsvettvang iðjuþjálfa og iðjuþjálfunarnámið. Frekari upplýsinga má finna á heimasíðum Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólans á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.orgIðja Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við erum í eðli okkar virk og höfum þörf til að stunda iðju af margvíslegu tagi, iðju sem veitir okkur tilgang, ýtir undir þroska og eykur færni. Dæmi um iðju er að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, lesa bók, vinna við tölvu, leika á hljóðfæri og spila fótbolta. Iðja er okkur öllum nauðsynleg og hafa rannsóknir sýnt að ef við lendum í þeim aðstæðum að geta ekki sinnt þeirri iðju sem okkur er mikilvæg að þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu okkar og líðan.Iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfun er vaxandi starfsgrein um allan heim og gegnir stóru hlutverki við að efla heilsu fólks og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju. Hlutverk iðjuþjálfa eru fjölbreytileg, þeir láta sig varða heilsu fólks og vellíðan og er meginhlutverk iðjuþjálfa að efla sjálfstæði og auka lífsgæði fólks. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu til að fást við vanda sem upp kemur þegar fólk býr við takmarkaða þátttöku í daglegu lífi, leik og starfi. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru einstaklingar eða hópar á öllum aldri sem vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla, fötlunar eða öldrunar hafa takmarkaða getu eða færni til að stunda iðju. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Á Íslandi eru rúmlega 200 iðjuþjálfar starfandi á fjölbreyttum starfsvettvangi víðs vegar um landið, m.a. innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almennum markaði. Dæmi um starfsvettvang eru heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, hjúkrunarheimili, endurhæfingarstofnanir, geðsvið, leik- og grunnskólar, hjá einkafyrirtækjum, á eigin vegum tengt heilsueflingu og forvarnarstarfi og hjá hinu opinbera, m.a. við hönnun umhverfis.Iðjuþjálfunarnámið og starfsréttindi Iðjuþjálfun er heilbrigðisstétt sem nýtur lögverndaðs starfsheitis. Á Íslandi er iðjuþjálfun fjögurra ára nám við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þar er boðið upp á staðar- og fjarnám og veitir þannig fólki tækifæri til að stunda námið óháð búsetu. Námið byggir á iðjuvísindum, heilbrigðisvísindum, raunvísindum og félagsvísindum, þar sem iðja fólks og lífsgæði er m.a. í brennidepli. Nemendur útskrifast með B.S.-gráðu í iðjuþjálfunarfræði sem tryggir leyfisveitingu heilbrigðisráðuneytisins til að starfa sem iðjuþjálfi. Námið er alþjóðlega viðurkennt og veitir aðgang að framhaldsnámi á meistarastigi.Höfundar: Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir, 4 árs. nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildir: Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólinn á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Alexandra og Rakel, fjórða árs nemar við Háskólann á Akureyri segja frá iðjuþjálfun og hvers vegna þær völdu nám í iðjuþjálfunarfræði. Í dag, 27. október er Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni þess langar okkur að fjalla í stuttu máli um iðjuþjálfun og segja frá hvers vegna við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði. Markmið okkar er að veita lesendum meiri sýn á fjölbreytileika iðjuþjálfunar og hversu þýðingarmikil störf iðjuþjálfa eru. Það sem við, greinarhöfundar eigum sameiginlegt er áhugi okkar á líkams- og hugarstarfsemi og að vinna með fólki, hjálpa öðrum. Áður en við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði unnum við báðar við heilbrigðisþjónustu en í allt öðrum fagstéttum en iðjuþjálfun. Á þáverandi vinnustöðum okkar fengum við innsýn í störf iðjuþjálfa og eftir það var ekki snúið. Það sem heillaði okkur við iðjuþjálfun er fjölbreytileikinn í starfinu og öll tækifærin sem iðjuþjálfun býður upp á til að hjálpa öðrum að gera það sem skiptir það máli í lífinu. Einnig að möguleikarnir eru nærri því óendanlegir hvað varðar starfsvettvang og eins möguleikarnir að vinna með þeim einstaklingum eða hópum sem maður hefur mestan áhuga á. Í dag stundum við fjarnám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og hafa bæði námið og vettvangstímabilin veitt okkur góða reynslu og innsýn í hversu gefandi og þýðingarmikil störf iðjuþjálfa er. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur báðum að hefja störf sem iðjuþjálfar eftir námið og takast á við það frábæra starf sem iðjuþjálfun er. Eftirfarandi eru upplýsingar í stuttu máli m.a. um iðju, um iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa, starfsvettvang iðjuþjálfa og iðjuþjálfunarnámið. Frekari upplýsinga má finna á heimasíðum Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólans á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.orgIðja Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við erum í eðli okkar virk og höfum þörf til að stunda iðju af margvíslegu tagi, iðju sem veitir okkur tilgang, ýtir undir þroska og eykur færni. Dæmi um iðju er að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, lesa bók, vinna við tölvu, leika á hljóðfæri og spila fótbolta. Iðja er okkur öllum nauðsynleg og hafa rannsóknir sýnt að ef við lendum í þeim aðstæðum að geta ekki sinnt þeirri iðju sem okkur er mikilvæg að þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu okkar og líðan.Iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfun er vaxandi starfsgrein um allan heim og gegnir stóru hlutverki við að efla heilsu fólks og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju. Hlutverk iðjuþjálfa eru fjölbreytileg, þeir láta sig varða heilsu fólks og vellíðan og er meginhlutverk iðjuþjálfa að efla sjálfstæði og auka lífsgæði fólks. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu til að fást við vanda sem upp kemur þegar fólk býr við takmarkaða þátttöku í daglegu lífi, leik og starfi. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru einstaklingar eða hópar á öllum aldri sem vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla, fötlunar eða öldrunar hafa takmarkaða getu eða færni til að stunda iðju. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Á Íslandi eru rúmlega 200 iðjuþjálfar starfandi á fjölbreyttum starfsvettvangi víðs vegar um landið, m.a. innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almennum markaði. Dæmi um starfsvettvang eru heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, hjúkrunarheimili, endurhæfingarstofnanir, geðsvið, leik- og grunnskólar, hjá einkafyrirtækjum, á eigin vegum tengt heilsueflingu og forvarnarstarfi og hjá hinu opinbera, m.a. við hönnun umhverfis.Iðjuþjálfunarnámið og starfsréttindi Iðjuþjálfun er heilbrigðisstétt sem nýtur lögverndaðs starfsheitis. Á Íslandi er iðjuþjálfun fjögurra ára nám við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þar er boðið upp á staðar- og fjarnám og veitir þannig fólki tækifæri til að stunda námið óháð búsetu. Námið byggir á iðjuvísindum, heilbrigðisvísindum, raunvísindum og félagsvísindum, þar sem iðja fólks og lífsgæði er m.a. í brennidepli. Nemendur útskrifast með B.S.-gráðu í iðjuþjálfunarfræði sem tryggir leyfisveitingu heilbrigðisráðuneytisins til að starfa sem iðjuþjálfi. Námið er alþjóðlega viðurkennt og veitir aðgang að framhaldsnámi á meistarastigi.Höfundar: Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir, 4 árs. nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildir: Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólinn á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.org.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar