Veist þú hvað iðjuþjálfun er? Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Alexandra og Rakel, fjórða árs nemar við Háskólann á Akureyri segja frá iðjuþjálfun og hvers vegna þær völdu nám í iðjuþjálfunarfræði. Í dag, 27. október er Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni þess langar okkur að fjalla í stuttu máli um iðjuþjálfun og segja frá hvers vegna við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði. Markmið okkar er að veita lesendum meiri sýn á fjölbreytileika iðjuþjálfunar og hversu þýðingarmikil störf iðjuþjálfa eru. Það sem við, greinarhöfundar eigum sameiginlegt er áhugi okkar á líkams- og hugarstarfsemi og að vinna með fólki, hjálpa öðrum. Áður en við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði unnum við báðar við heilbrigðisþjónustu en í allt öðrum fagstéttum en iðjuþjálfun. Á þáverandi vinnustöðum okkar fengum við innsýn í störf iðjuþjálfa og eftir það var ekki snúið. Það sem heillaði okkur við iðjuþjálfun er fjölbreytileikinn í starfinu og öll tækifærin sem iðjuþjálfun býður upp á til að hjálpa öðrum að gera það sem skiptir það máli í lífinu. Einnig að möguleikarnir eru nærri því óendanlegir hvað varðar starfsvettvang og eins möguleikarnir að vinna með þeim einstaklingum eða hópum sem maður hefur mestan áhuga á. Í dag stundum við fjarnám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og hafa bæði námið og vettvangstímabilin veitt okkur góða reynslu og innsýn í hversu gefandi og þýðingarmikil störf iðjuþjálfa er. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur báðum að hefja störf sem iðjuþjálfar eftir námið og takast á við það frábæra starf sem iðjuþjálfun er. Eftirfarandi eru upplýsingar í stuttu máli m.a. um iðju, um iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa, starfsvettvang iðjuþjálfa og iðjuþjálfunarnámið. Frekari upplýsinga má finna á heimasíðum Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólans á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.orgIðja Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við erum í eðli okkar virk og höfum þörf til að stunda iðju af margvíslegu tagi, iðju sem veitir okkur tilgang, ýtir undir þroska og eykur færni. Dæmi um iðju er að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, lesa bók, vinna við tölvu, leika á hljóðfæri og spila fótbolta. Iðja er okkur öllum nauðsynleg og hafa rannsóknir sýnt að ef við lendum í þeim aðstæðum að geta ekki sinnt þeirri iðju sem okkur er mikilvæg að þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu okkar og líðan.Iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfun er vaxandi starfsgrein um allan heim og gegnir stóru hlutverki við að efla heilsu fólks og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju. Hlutverk iðjuþjálfa eru fjölbreytileg, þeir láta sig varða heilsu fólks og vellíðan og er meginhlutverk iðjuþjálfa að efla sjálfstæði og auka lífsgæði fólks. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu til að fást við vanda sem upp kemur þegar fólk býr við takmarkaða þátttöku í daglegu lífi, leik og starfi. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru einstaklingar eða hópar á öllum aldri sem vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla, fötlunar eða öldrunar hafa takmarkaða getu eða færni til að stunda iðju. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Á Íslandi eru rúmlega 200 iðjuþjálfar starfandi á fjölbreyttum starfsvettvangi víðs vegar um landið, m.a. innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almennum markaði. Dæmi um starfsvettvang eru heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, hjúkrunarheimili, endurhæfingarstofnanir, geðsvið, leik- og grunnskólar, hjá einkafyrirtækjum, á eigin vegum tengt heilsueflingu og forvarnarstarfi og hjá hinu opinbera, m.a. við hönnun umhverfis.Iðjuþjálfunarnámið og starfsréttindi Iðjuþjálfun er heilbrigðisstétt sem nýtur lögverndaðs starfsheitis. Á Íslandi er iðjuþjálfun fjögurra ára nám við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þar er boðið upp á staðar- og fjarnám og veitir þannig fólki tækifæri til að stunda námið óháð búsetu. Námið byggir á iðjuvísindum, heilbrigðisvísindum, raunvísindum og félagsvísindum, þar sem iðja fólks og lífsgæði er m.a. í brennidepli. Nemendur útskrifast með B.S.-gráðu í iðjuþjálfunarfræði sem tryggir leyfisveitingu heilbrigðisráðuneytisins til að starfa sem iðjuþjálfi. Námið er alþjóðlega viðurkennt og veitir aðgang að framhaldsnámi á meistarastigi.Höfundar: Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir, 4 árs. nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildir: Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólinn á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alexandra og Rakel, fjórða árs nemar við Háskólann á Akureyri segja frá iðjuþjálfun og hvers vegna þær völdu nám í iðjuþjálfunarfræði. Í dag, 27. október er Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni þess langar okkur að fjalla í stuttu máli um iðjuþjálfun og segja frá hvers vegna við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði. Markmið okkar er að veita lesendum meiri sýn á fjölbreytileika iðjuþjálfunar og hversu þýðingarmikil störf iðjuþjálfa eru. Það sem við, greinarhöfundar eigum sameiginlegt er áhugi okkar á líkams- og hugarstarfsemi og að vinna með fólki, hjálpa öðrum. Áður en við hófum nám í iðjuþjálfunarfræði unnum við báðar við heilbrigðisþjónustu en í allt öðrum fagstéttum en iðjuþjálfun. Á þáverandi vinnustöðum okkar fengum við innsýn í störf iðjuþjálfa og eftir það var ekki snúið. Það sem heillaði okkur við iðjuþjálfun er fjölbreytileikinn í starfinu og öll tækifærin sem iðjuþjálfun býður upp á til að hjálpa öðrum að gera það sem skiptir það máli í lífinu. Einnig að möguleikarnir eru nærri því óendanlegir hvað varðar starfsvettvang og eins möguleikarnir að vinna með þeim einstaklingum eða hópum sem maður hefur mestan áhuga á. Í dag stundum við fjarnám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri og hafa bæði námið og vettvangstímabilin veitt okkur góða reynslu og innsýn í hversu gefandi og þýðingarmikil störf iðjuþjálfa er. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur báðum að hefja störf sem iðjuþjálfar eftir námið og takast á við það frábæra starf sem iðjuþjálfun er. Eftirfarandi eru upplýsingar í stuttu máli m.a. um iðju, um iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa, starfsvettvang iðjuþjálfa og iðjuþjálfunarnámið. Frekari upplýsinga má finna á heimasíðum Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólans á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.orgIðja Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við erum í eðli okkar virk og höfum þörf til að stunda iðju af margvíslegu tagi, iðju sem veitir okkur tilgang, ýtir undir þroska og eykur færni. Dæmi um iðju er að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl, afgreiða í verslun, skrifa ritgerð, lesa bók, vinna við tölvu, leika á hljóðfæri og spila fótbolta. Iðja er okkur öllum nauðsynleg og hafa rannsóknir sýnt að ef við lendum í þeim aðstæðum að geta ekki sinnt þeirri iðju sem okkur er mikilvæg að þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu okkar og líðan.Iðjuþjálfun og hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfun er vaxandi starfsgrein um allan heim og gegnir stóru hlutverki við að efla heilsu fólks og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju. Hlutverk iðjuþjálfa eru fjölbreytileg, þeir láta sig varða heilsu fólks og vellíðan og er meginhlutverk iðjuþjálfa að efla sjálfstæði og auka lífsgæði fólks. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu til að fást við vanda sem upp kemur þegar fólk býr við takmarkaða þátttöku í daglegu lífi, leik og starfi. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru einstaklingar eða hópar á öllum aldri sem vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla, fötlunar eða öldrunar hafa takmarkaða getu eða færni til að stunda iðju. Starfsvettvangur iðjuþjálfa Á Íslandi eru rúmlega 200 iðjuþjálfar starfandi á fjölbreyttum starfsvettvangi víðs vegar um landið, m.a. innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólakerfinu og á almennum markaði. Dæmi um starfsvettvang eru heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, hjúkrunarheimili, endurhæfingarstofnanir, geðsvið, leik- og grunnskólar, hjá einkafyrirtækjum, á eigin vegum tengt heilsueflingu og forvarnarstarfi og hjá hinu opinbera, m.a. við hönnun umhverfis.Iðjuþjálfunarnámið og starfsréttindi Iðjuþjálfun er heilbrigðisstétt sem nýtur lögverndaðs starfsheitis. Á Íslandi er iðjuþjálfun fjögurra ára nám við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þar er boðið upp á staðar- og fjarnám og veitir þannig fólki tækifæri til að stunda námið óháð búsetu. Námið byggir á iðjuvísindum, heilbrigðisvísindum, raunvísindum og félagsvísindum, þar sem iðja fólks og lífsgæði er m.a. í brennidepli. Nemendur útskrifast með B.S.-gráðu í iðjuþjálfunarfræði sem tryggir leyfisveitingu heilbrigðisráðuneytisins til að starfa sem iðjuþjálfi. Námið er alþjóðlega viðurkennt og veitir aðgang að framhaldsnámi á meistarastigi.Höfundar: Alexandra Axelsdóttir og Rakel Valsdóttir, 4 árs. nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri.Heimildir: Iðjuþjálfafélags Íslands, www.ii.is, Háskólinn á Akureyri, www.unak.is og World Federation of Occupational Therapists, http://www.wfot.org.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar