Móðir Vilborgar: „Hún er þjóðarstolt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2014 19:55 Vilborg Arna Gissurardóttir og Sólveig Aradóttir. „Hún fyllir mig stolti. Okkur foreldrana báða og þjóðina. Hún er í raun þjóðarstolt. Við eigum hana öll,“ segir Sólveig Aradóttir, móðir Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stödd er í grunnbúðum Everestfjalls. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Sólveigu í dag. Snjóflóðið féll í hlíðum Everest í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrettán eru látnir hið minnsta og eru hinir látnu allir þaulvanir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Snjóflóðið er það mannskæðasta sem orðið hefur. Vilborg Arna hlúði að hinum slösuðu í sjúkratjaldi í dag og aðstoðaði eftir bestu getu. „Ég spurði hana hvernig henni liði og hún sagði „bara“. Ég veit hvað það þýðir. Það er öruggt mál að það er ekki auðvelt að vera þarna í dag,“segir Sólveig. Hún segir daginn sinn ekki hafa verið auðveldan, ekki hafi náðst í Vilborgu símleiðis því ekkert símasamband hafi verið á svæðinu eftir að snjóflóðið féll. Henni létti því vitanlega þegar hún sá færslu Vilborgar á Facebook „I‘m ok!“.Hvert heldurðu að framhaldið verði? „Hún hefur engu uppljóstrað, en ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“Hafa misst fyrirmyndir Íslendingarnir tveir, þau Vilborg Arna og Ingólfur Ragnar Axelsson, eru í hæðaraðlögun í grunnbúðum og ætluðu að leggja á tindinn í næsta mánuði. Þau vöknuðu við hávaðann í snjóflóðinu en eru bæði heil á húfi og fréttastofa náði tali af Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði hún. „Sherparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sherpar úr þeirra hópi létu lífið. Talið er að allt að 100 manns hafi orðið fyrir flóðinu og voru slasaðir fluttir í sjúkratjöld í grunnbúðum. Þar lagði Vilborg Arna sitt af mörkum með því að hlúa að sárum minna slasaðra. Vilborg gekk í gær upp í fyrstu búðir í hæðaraðlögun. Þær eru í sömu hæð og flóðið féll í og eru búðirnar á Pumo Ri fjalli sem er það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. 19. október árið 1988 lögðu tveir Íslendingar, þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson, á fjallið en þeir náðu aldrei tindinum. Þremur árum síðar gekk Ari Kristinn Gunnarsson á Pumo Ri til að heiðra minningu þeirra, en hann féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið.Teikning af Everest fyrir ofan grunnbúðir. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð. Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Hún fyllir mig stolti. Okkur foreldrana báða og þjóðina. Hún er í raun þjóðarstolt. Við eigum hana öll,“ segir Sólveig Aradóttir, móðir Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stödd er í grunnbúðum Everestfjalls. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Sólveigu í dag. Snjóflóðið féll í hlíðum Everest í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrettán eru látnir hið minnsta og eru hinir látnu allir þaulvanir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Snjóflóðið er það mannskæðasta sem orðið hefur. Vilborg Arna hlúði að hinum slösuðu í sjúkratjaldi í dag og aðstoðaði eftir bestu getu. „Ég spurði hana hvernig henni liði og hún sagði „bara“. Ég veit hvað það þýðir. Það er öruggt mál að það er ekki auðvelt að vera þarna í dag,“segir Sólveig. Hún segir daginn sinn ekki hafa verið auðveldan, ekki hafi náðst í Vilborgu símleiðis því ekkert símasamband hafi verið á svæðinu eftir að snjóflóðið féll. Henni létti því vitanlega þegar hún sá færslu Vilborgar á Facebook „I‘m ok!“.Hvert heldurðu að framhaldið verði? „Hún hefur engu uppljóstrað, en ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“Hafa misst fyrirmyndir Íslendingarnir tveir, þau Vilborg Arna og Ingólfur Ragnar Axelsson, eru í hæðaraðlögun í grunnbúðum og ætluðu að leggja á tindinn í næsta mánuði. Þau vöknuðu við hávaðann í snjóflóðinu en eru bæði heil á húfi og fréttastofa náði tali af Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði hún. „Sherparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sherpar úr þeirra hópi létu lífið. Talið er að allt að 100 manns hafi orðið fyrir flóðinu og voru slasaðir fluttir í sjúkratjöld í grunnbúðum. Þar lagði Vilborg Arna sitt af mörkum með því að hlúa að sárum minna slasaðra. Vilborg gekk í gær upp í fyrstu búðir í hæðaraðlögun. Þær eru í sömu hæð og flóðið féll í og eru búðirnar á Pumo Ri fjalli sem er það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. 19. október árið 1988 lögðu tveir Íslendingar, þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson, á fjallið en þeir náðu aldrei tindinum. Þremur árum síðar gekk Ari Kristinn Gunnarsson á Pumo Ri til að heiðra minningu þeirra, en hann féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið.Teikning af Everest fyrir ofan grunnbúðir. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð.
Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 "Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
"Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Vilborg Arna Gissurardóttir hefur ekki tekið ákvörðun um framhald leiðangurs síns á Everest, eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins, sem varð þegar snjóflóð féll í nótt. Þrír Íslendingar hafa látist á Everest. 18. apríl 2014 12:19
Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11