Vatn og sölt unnin úr svínahlandskrapi Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Þorsteinn Ingi Víglundsson er hér til vinstri, ásamt Hauki Hilmarssyni og Birgi Jósafatssyni, sem ásamt fleirum hafa unnið að smíði vélanna. Mynd/Thorice Fyrirtækið ThorIce seldi nýverið stóra ískrapavél til Hollands, sem nota á til hreinsunar á svínaþvagi á svínabúi. Umrædd vél er þróuð fyrir fiskiðnað og hefur verið notuð hér á Íslandi sem og víða um heim á undanförnum tíu árum. Hún framleiðir ískrapa úr svínaþvagi, en þegar ísinn hefur verið síaður frá og bráðnar er hann nánast hreint vatn. Aðferðina væri einnig hægt að nota til hreinsunar á kúaþvagi. „Við höfum alltaf haldið því fram að það sé umhverfismál að fara vel með fiskinn, að kæla hann vel svo hann endist lengur. Til þess er búnaður okkar í skipum og fiskvinnslum notaður. Þarna erum við komnir inn í annan hluta af umhverfismálum, með því að hreinsa þvag svo úr verði nánast hreint vatn,“ segir Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ThorIce. Þorsteinn og samstarfsmenn hans hjá ThorIce hafa skoðað markaði fyrir þessa tækni í Evrópu. „Markaðurinn fyrir hreinsun svína- og nautgripaþvags er alveg geysilega stór. Ef þetta er ekki hreinsað og, sem dæmi, borið beint á tún, fer þetta út í umhverfið. Markmiðið með þessari notkun vélarinnar er að skilja söltin í þvaginu frá og bóndinn getur svo selt þau sem afurð. Þar að auki er hægt að hreinsa vatnið með geislun og setja það út í umhverfið eða aftur til skepnanna.“..„Þetta er í fyrsta sinn sem okkar vélar eru notaðar í þessum tilgangi, en þörfin er alveg rosaleg og við sjáum mikil tækifæri í Evrópu. Evrópusambandið er að leggja mikla á áherslu á hreinleika vatns og vatnshreinsun. Þar eru Hollendingar líklegast harðastir, því þeir eiga lítið af grunnvatni. Kaupendurnir voru búnir að skoða marga framleiðendur svipaðs búnaðar og við erum með. Við þóttum henta vel og vélin hefur reynst mjög vel.“ ThorIce hefur fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði meðal annars til þess að þróa vélar sem nota umhverfisvæna kælimiðla sem ekki skaða umhverfið. Þorsteinn segir stuðning Tækniþróunarsjóðs vera ómetanlegan fyrir svona fyrirtæki sem er að þróa vörur fyrir alþjóðlegan markað, en yfir 85% af sölu fyrirtækisins eru erlendis. Vélar ThorIce eru þegar mikið notaðar í Hollandi í litlum bátum og stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Einnig hefur vél frá fyrirtækinu verið notuð á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku til að framleiða krapadrykki fyrir gesti. Í sumar var stærstur hluti framleiðslu fyrirtækisins fluttur til Íslands og starfsfólki fjölgað. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fyrirtækið ThorIce seldi nýverið stóra ískrapavél til Hollands, sem nota á til hreinsunar á svínaþvagi á svínabúi. Umrædd vél er þróuð fyrir fiskiðnað og hefur verið notuð hér á Íslandi sem og víða um heim á undanförnum tíu árum. Hún framleiðir ískrapa úr svínaþvagi, en þegar ísinn hefur verið síaður frá og bráðnar er hann nánast hreint vatn. Aðferðina væri einnig hægt að nota til hreinsunar á kúaþvagi. „Við höfum alltaf haldið því fram að það sé umhverfismál að fara vel með fiskinn, að kæla hann vel svo hann endist lengur. Til þess er búnaður okkar í skipum og fiskvinnslum notaður. Þarna erum við komnir inn í annan hluta af umhverfismálum, með því að hreinsa þvag svo úr verði nánast hreint vatn,“ segir Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ThorIce. Þorsteinn og samstarfsmenn hans hjá ThorIce hafa skoðað markaði fyrir þessa tækni í Evrópu. „Markaðurinn fyrir hreinsun svína- og nautgripaþvags er alveg geysilega stór. Ef þetta er ekki hreinsað og, sem dæmi, borið beint á tún, fer þetta út í umhverfið. Markmiðið með þessari notkun vélarinnar er að skilja söltin í þvaginu frá og bóndinn getur svo selt þau sem afurð. Þar að auki er hægt að hreinsa vatnið með geislun og setja það út í umhverfið eða aftur til skepnanna.“..„Þetta er í fyrsta sinn sem okkar vélar eru notaðar í þessum tilgangi, en þörfin er alveg rosaleg og við sjáum mikil tækifæri í Evrópu. Evrópusambandið er að leggja mikla á áherslu á hreinleika vatns og vatnshreinsun. Þar eru Hollendingar líklegast harðastir, því þeir eiga lítið af grunnvatni. Kaupendurnir voru búnir að skoða marga framleiðendur svipaðs búnaðar og við erum með. Við þóttum henta vel og vélin hefur reynst mjög vel.“ ThorIce hefur fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði meðal annars til þess að þróa vélar sem nota umhverfisvæna kælimiðla sem ekki skaða umhverfið. Þorsteinn segir stuðning Tækniþróunarsjóðs vera ómetanlegan fyrir svona fyrirtæki sem er að þróa vörur fyrir alþjóðlegan markað, en yfir 85% af sölu fyrirtækisins eru erlendis. Vélar ThorIce eru þegar mikið notaðar í Hollandi í litlum bátum og stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Einnig hefur vél frá fyrirtækinu verið notuð á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku til að framleiða krapadrykki fyrir gesti. Í sumar var stærstur hluti framleiðslu fyrirtækisins fluttur til Íslands og starfsfólki fjölgað.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent