Skýstrókar gengu aftur yfir suðurhluta Bandaríkjanna í nótt, annan daginn í röð og á síðustu tveimur sólarhringum hafa að minnsta kosti tuttugu manns farist af þeirra völdum á svæðinu.
Sex létust í Alabama í nótt og sjö í Mississippi að því er greint er frá á BBC en sú tala hefur þó ekki verið fyllilega staðfest. Nokrri skýstrókar mynduðust og varð mikið tjón á byggingum og farartækjum auk þess sem rafmagnslínur féllu víða. Tala látinna frá því á sunnudagsnótt hefur nú verið staðfest en þá fórust sextán í ofsaveðrinu.
Tuttugu hafa farist vegna skýstróka
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
