Jón Arnór Stefánsson getur ekki aðeins hjálpað íslenska körfuboltalandsliðinu inn á EM í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni í kvöld því hann getur einnig bætt stigamet Guðmundar Bragasonar í leiknum á móti Bosníu.
Jón Arnór verður stigahæsti leikmaður Íslands frá upphafi í leikjum í Evrópukeppni takist honum að skora sjö stig eða fleiri í leiknum. Guðmundur Bragason skoraði 576 stig í 45 Evrópuleikjum á sínum tíma en Jón Arnór er kominn með 569 stig eftir 23 stiga leikinn sinn á móti Bretum í síðustu viku.
Guðmundur skoraði 13,1 stig að meðaltali í sínum leikjum en Jón Arnór er með 14,6 stig að meðaltali í 39 Evrópuleikjum sínum.
Jón Arnór náði einnig sögulegum áfanga þegar hann sneri til baka á móti Bretum í London en hann varð þá fyrstur íslenskra körfuboltamanna til að skora 20 stig eða meira í tíu Evrópuleikjum.
Flest stig fyrir Ísland í Evrópukeppni:
Guðmundur Bragason 576 (13,1 stig í leik)
Jón Arnór Stefánsson 569 (14,6)
Herbert Arnarson 500 (10,6)
Teitur Örlygsson 461 (12,8)
Logi Gunnarsson 437 (9,7)
Valur Ingimundarson 360 (11,2)
Helgi Jónas Guðfinnsson 345 (11,5)
Jakob Örn Sigurðarson 320 (11,0)
Flestir tuttugu stiga leikir í Evrópukeppni:
10 - Jón Arnór Stefánsson
6 - Pétur Guðmundsson
6 - Guðmundur Bragason
6 - Teitur Örlygsson
5 - Pálmar Sigurðsson
5 - Valur Ingimundarson
4 - Logi Gunnarsson
4 - Helgi Jónas Guðfinnsson
Sjö stig í viðbót og þá jafnar Jón Arnór stigametið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
