Ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir ferðamenn á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 20. janúar 2014 07:00 Ferðamenn leita ævintýra víða og því fylgja slys með tilheyrandi hættu fyrir björgunarfólk, auk mikils kostnaðar. Fréttablaðið/vilhelm Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira