Korter í kosningar Ármann Kr. Ólafsson skrifar 20. janúar 2014 00:00 Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Engin greinargerð fylgdi samþykktinni með til dæmis ítarlegri kostnaðargreiningu, tekjuleiðum, áætlunum eða mati á áhrifum alls þessa á bæjarsjóð. Ljóst er þó að samþykktin felur í sér útgjöld upp á að minnsta kosti þrjá milljarða þótt tillöguflytjendur séu í þessum töluðum orðum að reyna að skrúfa þá tölu niður á harðahlaupum sínum undan sinni eigin samþykkt. Ég hef í störfum mínum sem bæjarstjóri Kópavogs lagt ríka áherslu á vel sé vandað til verka enda kennir sagan okkur (og þarf þá ekki að leita langt aftur í tímann) að óvandaðar, ófaglegar og fljótfærnislegar ákvarðanir um stórauknar skuldsetningar, útgjöld og ég tala nú ekki um innistæðulaus loforð korteri fyrir kosningar, geta komið okkur á kaldan klaka. Einmitt af þessum sömu ástæðum hefur löggjafinn takmarkað svigrúm sveitarstjórna til að víkja frá þegar samþykktum fjárhagsáætlunum nema fyrir liggi viðauki þar sem m.a. sé gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi fyrirséðum útgjöldum. Enginn slíkur viðauki fylgdi umræddri samþykkt og þess vegna hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfest að hún er ólögleg. Það er í samræmi við það sem ég hef sagt frá upphafi þótt Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kunni að skella skollaeyrum við því og telji þar með fráleitt að sveitarfélög fylgi vönduðum stjórnsýsluháttum. Þar fyrir utan er fylgst grannt með fjármálum Kópavogsbæjar af nefnd um eftirlit með fjármálum sveitarfélaganna og hefur bærinn lagt fram áætlanir langt fram í tímann sem sýna hvernig hann hyggst koma skuldahlutfallinu niður fyrir lögleg og viðunandi mörk. Samþykktin setur allar þær áætlanir í uppnám. Að framansögðu ætti því ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hafi fært horfur á lánshæfismati bæjarins úr stöðugum í neikvæðar – nema kannski Guðríði Arnardóttur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar