S&P gefur Landsbankanum einkunnina BB+ Haraldur Guðmundsson skrifar 20. janúar 2014 17:29 S&P telur Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu. Vísir/GVA Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram fréttatilkynningu bankans þar sem vísað er í mat S&P sem birt var í dag. Þar kemur fram að S&P telji Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. „Mat S&P á stöðugum horfum Landsbankans endurspeglar þær væntingar fyrirtækisins að eiginfjárgrunnur Landsbankans muni halda áfram að styrkjast og að bankinn muni endurskipuleggja skuldabréfin sem gefin voru út til LBI og eru á gjalddaga 2014-2018 S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána. Þrátt fyrir smæð Landsbankans í alþjóðlegum samanburði, býr hann að frekar breiðum tekjugrunni, sterkri eiginfjárstöðu og góðri afkomu, samkvæmt mati S&P,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Þar segir einnig að útreikningur S&P á hlutfalli leiðrétts eigin fjár Landsbankans á móti leiðréttum eignum hafi verið yfir tuttugu prósentum í septembermánuði 2013. Það hlutfall er að sögn bankans eitt það hæsta meðal þeirra alþjóðlegu viðskiptabanka sem S&P metur. „Þetta mat Standard & Poor‘s er ánægjulegt og á þeim nótum sem við ætluðum, m.a. í ljósi lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs Sterk staða Landsbankans kemur skýrt fram í mörgum þeim þáttum sem metnir eru, sérstaklega er ánægjulegt að sjá mat á rekstri, áhættu og fjárhagsstöðu sem eru þeir þættir sem lögð hefur verið mikil áhersla á að bæta. Landsbankinn sóttist eftir lánshæfiseinkun til að auðvelda sér aðgengi að erlendum lánamörkuðum í framtíðinni. Þessi góða niðurstaða ætti að auka traust á bankanum og um leið er hún ein af mörgum vörðum á leið landsins að afnámi fjármagnshaftanna sem ekki síður er mikilvægt,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans í tilkynningunni. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram fréttatilkynningu bankans þar sem vísað er í mat S&P sem birt var í dag. Þar kemur fram að S&P telji Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. „Mat S&P á stöðugum horfum Landsbankans endurspeglar þær væntingar fyrirtækisins að eiginfjárgrunnur Landsbankans muni halda áfram að styrkjast og að bankinn muni endurskipuleggja skuldabréfin sem gefin voru út til LBI og eru á gjalddaga 2014-2018 S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána. Þrátt fyrir smæð Landsbankans í alþjóðlegum samanburði, býr hann að frekar breiðum tekjugrunni, sterkri eiginfjárstöðu og góðri afkomu, samkvæmt mati S&P,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Þar segir einnig að útreikningur S&P á hlutfalli leiðrétts eigin fjár Landsbankans á móti leiðréttum eignum hafi verið yfir tuttugu prósentum í septembermánuði 2013. Það hlutfall er að sögn bankans eitt það hæsta meðal þeirra alþjóðlegu viðskiptabanka sem S&P metur. „Þetta mat Standard & Poor‘s er ánægjulegt og á þeim nótum sem við ætluðum, m.a. í ljósi lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs Sterk staða Landsbankans kemur skýrt fram í mörgum þeim þáttum sem metnir eru, sérstaklega er ánægjulegt að sjá mat á rekstri, áhættu og fjárhagsstöðu sem eru þeir þættir sem lögð hefur verið mikil áhersla á að bæta. Landsbankinn sóttist eftir lánshæfiseinkun til að auðvelda sér aðgengi að erlendum lánamörkuðum í framtíðinni. Þessi góða niðurstaða ætti að auka traust á bankanum og um leið er hún ein af mörgum vörðum á leið landsins að afnámi fjármagnshaftanna sem ekki síður er mikilvægt,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans í tilkynningunni.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira