Fullveldisframsal án fyrirsvars Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráðherrar og embættismenn geti beðið ESB, óformlega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hagsmunagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórnvöld boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norðmenn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að tilraunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk-íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis.„Efld hagsmunagæsla“ – orðin tóm? Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópusamstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta er óumflýjanleg staðreynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru teknar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópusambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.Evrópustefnan Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningjagrundvelli. Þetta er metnaðarfullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambandsins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarðanatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusambandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráðherrar og embættismenn geti beðið ESB, óformlega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hagsmunagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórnvöld boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norðmenn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að tilraunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk-íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis.„Efld hagsmunagæsla“ – orðin tóm? Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópusamstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta er óumflýjanleg staðreynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru teknar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópusambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir innanríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið.Evrópustefnan Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningjagrundvelli. Þetta er metnaðarfullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambandsins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarðanatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusambandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun