Heilbrigðisáætlun Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eftirspurn eftir slíkum rýmum mun fara vaxandi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum. Aðstaða þeirra einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými í dag er misjöfn en hluti hópsins er inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins sem leiðir af sér meiri kostnað en ef hjúkrunarrými væri til staðar. Skortur á hjúkrunarrýmum leiðir því af sér aukinn kostnaður í kerfinu og fjármunir ríkisins nýtast ekki sem skyldi. Auk þess er óvissan um hvenær viðunandi úrræði fæst óþolandi bæði fyrir viðkomandi einstakling og aðstandendur. Við síðustu fjárlagagerð var samþykkt tillaga fjárlaganefndar um að veita 200 milljónum króna til þess að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni án þess að leggja í nýframkvæmdir. Heilbrigðisráðherra var síðan falið að koma þeim fjármunum í notkun en víða á hjúkrunarheimilum landsins voru til staðar auð herbergi sem nú eru nýtt. Verkefnið skilaði bæði betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í og styttingu biðlista. Ljóst er að þessi fjárveiting dugir ekki ein og sér til þess að leysa málið til framtíðar og ljóst að leggja þarf í fjárfestingar. Við mat á því hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að vera til staðar þarf að skoða kerfið í heild. Það skiptir máli hvernig heilsugæslan starfar og með hvaða hætti heimahjúkrun er sinnt. Það skiptir máli fyrir einstaklinga sem geta verið lengur heima að hafa öfluga heimahjúkrun og að hægt sé að komast í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili þegar þannig stendur á. Það skiptir einnig máli fyrir framtíðaruppbyggingu LSH og heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni hvernig hjúkrunarheimilin starfa og hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu og þjónustu þar. Allir þessir mikilvægu þættir þurfa að spila saman og nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi heildaryfirsýn yfir málaflokkinn. Besta leiðin til að takast á við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar er að gera áætlanir varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu líkt og tíðkast t.d. varðandi samgöngumál. Markmið slíkrar áætlunar er að nýta fjármuni skattborgara skynsamlega og veita þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu. Ég mun á haustþingi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að slík áætlun verði unnin af heilbrigðisráðherra og lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og samþykktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða hafa um nokkurt skeið verið langir. Eftirspurn eftir slíkum rýmum mun fara vaxandi enda mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum. Aðstaða þeirra einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými í dag er misjöfn en hluti hópsins er inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins sem leiðir af sér meiri kostnað en ef hjúkrunarrými væri til staðar. Skortur á hjúkrunarrýmum leiðir því af sér aukinn kostnaður í kerfinu og fjármunir ríkisins nýtast ekki sem skyldi. Auk þess er óvissan um hvenær viðunandi úrræði fæst óþolandi bæði fyrir viðkomandi einstakling og aðstandendur. Við síðustu fjárlagagerð var samþykkt tillaga fjárlaganefndar um að veita 200 milljónum króna til þess að fjölga hjúkrunarrýmum á landsbyggðinni án þess að leggja í nýframkvæmdir. Heilbrigðisráðherra var síðan falið að koma þeim fjármunum í notkun en víða á hjúkrunarheimilum landsins voru til staðar auð herbergi sem nú eru nýtt. Verkefnið skilaði bæði betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í og styttingu biðlista. Ljóst er að þessi fjárveiting dugir ekki ein og sér til þess að leysa málið til framtíðar og ljóst að leggja þarf í fjárfestingar. Við mat á því hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að vera til staðar þarf að skoða kerfið í heild. Það skiptir máli hvernig heilsugæslan starfar og með hvaða hætti heimahjúkrun er sinnt. Það skiptir máli fyrir einstaklinga sem geta verið lengur heima að hafa öfluga heimahjúkrun og að hægt sé að komast í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili þegar þannig stendur á. Það skiptir einnig máli fyrir framtíðaruppbyggingu LSH og heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni hvernig hjúkrunarheimilin starfa og hvaða kröfur eru gerðar til aðstöðu og þjónustu þar. Allir þessir mikilvægu þættir þurfa að spila saman og nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi heildaryfirsýn yfir málaflokkinn. Besta leiðin til að takast á við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar er að gera áætlanir varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu líkt og tíðkast t.d. varðandi samgöngumál. Markmið slíkrar áætlunar er að nýta fjármuni skattborgara skynsamlega og veita þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu. Ég mun á haustþingi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að slík áætlun verði unnin af heilbrigðisráðherra og lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og samþykktar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar