Podemos er nýtt pólitískt afl Spánverja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. desember 2014 08:15 Pablo Iglesias er stofnandi og formaður Podemos. Hann er félagsfræðingur að mennt. vísir/afp Pólitískt landslag Spánar hefur breyst mikið á árinu sem er að líða. Í upphafi árs var þar stofnaður nýr stjórnmálaflokkur sem mælist nú næststærsti flokkur landsins með um fjórðungs fylgi á bak við sig. Flokkur þessi kallast Podemos og gera flestir ráð fyrir því að hann muni hafa mikil áhrif á úrslit þingkosninga á Spáni í desember á næsta ári. Stofnandi og formaður flokksins er 36 ára félagsfræðiprófessor að nafni Pablo Iglesias. Podemos, sem þýðir „Við getum“, er nú með svipað fylgi og sósíalistaflokkurinn PSOE og mælist stærri en PP, flokkur forsætisráðherrans Marianos Rajoy. PP hlaut tæplega helming atkvæða í kosningum árið 2011 en er nú með rúm tuttugu prósent. Ríkisstjórn Rajoys hefur brugðist við fylgistapinu með því að leggja fram frumvörp sem ólíklegt þykir að annars hefðu litið dagsins ljós. Meðal annars má nefna að til stendur að hækka lágmarkslaun, breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu og frumvarp sem á að draga úr spillingu. Aðrir flokkar hafa skipt um fólk í brúnni. Forvígismenn Podemos segja að gömlu flokkarnir misskilji einfaldlega umhverfið. Þeir hafi ríkt yfir landinu í rúma fjóra áratugi og þeirra tími sé liðinn. Podemos bjóði ekki aðeins upp á nýtt fólk heldur nýjan hugsunarhátt.Vilja uppræta spillingu í viðskiptum og stjórnmálum Helsta stefnumál flokksins er að uppræta spillinguna sem einkennt hefur spænskt viðskiptalíf og stjórnmál undanfarin ár. Í upphafi mánaðarins gaf Podemos út sextíu síðna rit um hvernig skuli staðið að endurreisn efnahags landsins. Einnig hefur flokksforystan gefið út að Baskar fái að kjósa um sjálfstæði sitt og að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um afdrif konungsembættis Spánar. Jafnframt að hinum venjulega Spánverja, sem áður var hunsaður af stjórnmálamönnum, verði léð rödd. Eitt sérkenna flokksins er að koma upp umræðuhópum um allt land sem hittist vikulega og ræði málin. Stefnumál flokksins séu alls ekki fastmótuð heldur breytist í takt við vilja flokksmanna. Á fundunum sé enginn stjórnandi, hver sem er geti tekið til máls og kosið sé um alla mögulega hluti. „Ég mæti á fundi því Podemos er sveigjanlegur og lýðræðislegur flokkur sem ég treysti til að reyta arfann úr spænska stjórnkerfinu,“ segir 32 ára atvinnulaus tölvunarfræðingur sem mættur var á vikulegan umræðufund í Salamanca. Um þriðjungur spænskra kjósenda er enn óákveðinn en ljóst þykir að niðurstöður næstu kosninga komi ávallt til með að verða sögulegar. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Pólitískt landslag Spánar hefur breyst mikið á árinu sem er að líða. Í upphafi árs var þar stofnaður nýr stjórnmálaflokkur sem mælist nú næststærsti flokkur landsins með um fjórðungs fylgi á bak við sig. Flokkur þessi kallast Podemos og gera flestir ráð fyrir því að hann muni hafa mikil áhrif á úrslit þingkosninga á Spáni í desember á næsta ári. Stofnandi og formaður flokksins er 36 ára félagsfræðiprófessor að nafni Pablo Iglesias. Podemos, sem þýðir „Við getum“, er nú með svipað fylgi og sósíalistaflokkurinn PSOE og mælist stærri en PP, flokkur forsætisráðherrans Marianos Rajoy. PP hlaut tæplega helming atkvæða í kosningum árið 2011 en er nú með rúm tuttugu prósent. Ríkisstjórn Rajoys hefur brugðist við fylgistapinu með því að leggja fram frumvörp sem ólíklegt þykir að annars hefðu litið dagsins ljós. Meðal annars má nefna að til stendur að hækka lágmarkslaun, breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu og frumvarp sem á að draga úr spillingu. Aðrir flokkar hafa skipt um fólk í brúnni. Forvígismenn Podemos segja að gömlu flokkarnir misskilji einfaldlega umhverfið. Þeir hafi ríkt yfir landinu í rúma fjóra áratugi og þeirra tími sé liðinn. Podemos bjóði ekki aðeins upp á nýtt fólk heldur nýjan hugsunarhátt.Vilja uppræta spillingu í viðskiptum og stjórnmálum Helsta stefnumál flokksins er að uppræta spillinguna sem einkennt hefur spænskt viðskiptalíf og stjórnmál undanfarin ár. Í upphafi mánaðarins gaf Podemos út sextíu síðna rit um hvernig skuli staðið að endurreisn efnahags landsins. Einnig hefur flokksforystan gefið út að Baskar fái að kjósa um sjálfstæði sitt og að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um afdrif konungsembættis Spánar. Jafnframt að hinum venjulega Spánverja, sem áður var hunsaður af stjórnmálamönnum, verði léð rödd. Eitt sérkenna flokksins er að koma upp umræðuhópum um allt land sem hittist vikulega og ræði málin. Stefnumál flokksins séu alls ekki fastmótuð heldur breytist í takt við vilja flokksmanna. Á fundunum sé enginn stjórnandi, hver sem er geti tekið til máls og kosið sé um alla mögulega hluti. „Ég mæti á fundi því Podemos er sveigjanlegur og lýðræðislegur flokkur sem ég treysti til að reyta arfann úr spænska stjórnkerfinu,“ segir 32 ára atvinnulaus tölvunarfræðingur sem mættur var á vikulegan umræðufund í Salamanca. Um þriðjungur spænskra kjósenda er enn óákveðinn en ljóst þykir að niðurstöður næstu kosninga komi ávallt til með að verða sögulegar.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira