Elvar Már allt í öllu hjá Svartþröstunum í Brooklyn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:00 Elvar Már Friðriksson í leik með LIU Brooklyn í Madison Square Garden. vísir/Getty Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur staðið sig vel á stóra sviðinu í New York-borg en hann er nú ásamt Martin Hermannssyni á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Elvar Már fór fyrir liði LIU Brooklyn Blackbirds í fyrsta sigurleik liðsins í fyrrinótt þegar hann var þá með 19 stig og 7 stoðsendingar. Elvar var meðal annars með 12 stig og 6 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem LIU-liðið vann með 17 stiga mun. LIU Brooklyn skoraði þá 53 stig og Elvar átti með beinum hætti þátt í 30 þeirra (57 prósent). Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Elvar Már er stigahæstur hjá LIU Brooklyn en hann er engu að síður eini leikmaður liðsins sem hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali í leik. Elvar Már er með 10,7 stig að meðaltali en næstir á lista eru reynsluboltarnir Gerrell Martin (9,6 stig í leik) og Landon Atterberry (9,6) sem eru báðir á sínu síðasta ári í skólanum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Elvar er með flestar stoðsendingar í liðinu en því náði hann þarna í fimmta sinn í þessum fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Elvar hefur nú hækkað stigaskor sitt í fjórum leikjum í röð og verið með tvo eða fleiri þrista í þeim öllum. Hann er með 12,8 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum sem er mjög flott tölfræði hjá nýliða í bandaríska háskólaboltanum. Þegar tölfræði LIU Brooklyn er skoðuð frá fyrstu sjö leikjum tímabilsins kemur í ljós að Elvar Már er efstur hjá liðinu í stigum, stoðsendingum, þriggja stiga körfum, vítaskotum teknum og mínútum spiluðum. Martin byrjaði ekki vel en hefur fundið sig betur í síðustu leikjum liðsins. Martin er fjórði stigahæsti hjá LIU Brooklyn með 8,6 stig í leik og þá er hann í öðru sæti í stoðsendingum. Martin er einnig með tveimur fleiri fráköst en Elvar. Íslendingarnir tveir hafa gefið samtals 56 af 78 stoðsendingum LIU Brooklyn í fyrstu sjö leikjunum sem þýðir að 72 prósent stoðsendinga liðsins hafa verið íslenskar. Enginn annar en Íslendingarnir tveir hefur leitt liðið í stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá strákunum sem báðir eru í stórum hlutverkum frá fyrsta leik sem er langt frá því að vera gefið í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur staðið sig vel á stóra sviðinu í New York-borg en hann er nú ásamt Martin Hermannssyni á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Elvar Már fór fyrir liði LIU Brooklyn Blackbirds í fyrsta sigurleik liðsins í fyrrinótt þegar hann var þá með 19 stig og 7 stoðsendingar. Elvar var meðal annars með 12 stig og 6 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem LIU-liðið vann með 17 stiga mun. LIU Brooklyn skoraði þá 53 stig og Elvar átti með beinum hætti þátt í 30 þeirra (57 prósent). Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Elvar Már er stigahæstur hjá LIU Brooklyn en hann er engu að síður eini leikmaður liðsins sem hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali í leik. Elvar Már er með 10,7 stig að meðaltali en næstir á lista eru reynsluboltarnir Gerrell Martin (9,6 stig í leik) og Landon Atterberry (9,6) sem eru báðir á sínu síðasta ári í skólanum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Elvar er með flestar stoðsendingar í liðinu en því náði hann þarna í fimmta sinn í þessum fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Elvar hefur nú hækkað stigaskor sitt í fjórum leikjum í röð og verið með tvo eða fleiri þrista í þeim öllum. Hann er með 12,8 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum sem er mjög flott tölfræði hjá nýliða í bandaríska háskólaboltanum. Þegar tölfræði LIU Brooklyn er skoðuð frá fyrstu sjö leikjum tímabilsins kemur í ljós að Elvar Már er efstur hjá liðinu í stigum, stoðsendingum, þriggja stiga körfum, vítaskotum teknum og mínútum spiluðum. Martin byrjaði ekki vel en hefur fundið sig betur í síðustu leikjum liðsins. Martin er fjórði stigahæsti hjá LIU Brooklyn með 8,6 stig í leik og þá er hann í öðru sæti í stoðsendingum. Martin er einnig með tveimur fleiri fráköst en Elvar. Íslendingarnir tveir hafa gefið samtals 56 af 78 stoðsendingum LIU Brooklyn í fyrstu sjö leikjunum sem þýðir að 72 prósent stoðsendinga liðsins hafa verið íslenskar. Enginn annar en Íslendingarnir tveir hefur leitt liðið í stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá strákunum sem báðir eru í stórum hlutverkum frá fyrsta leik sem er langt frá því að vera gefið í bandaríska háskólaboltanum.
Körfubolti Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira