Að ganga erinda náttúrunnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar