Að ganga erinda náttúrunnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson ritaði pistil í gær hér í Fréttablaðið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um náttúrupassa. Andstaða Ögmundar kom reyndar ekki á óvart, hann hefur lagst eindregið gegn allri gjaldtöku inn á ferðamannastaði og því skyldi annað vera uppi á teningnum nú? Þessi afstaða Ögmundar væri kannski skiljanleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, til náttúruverndarlaga á síðasta ári. Þar segir í 92. grein: „Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Með öðrum orðum, Ögmundur studdi frumvarp sem heimilaði að rukkað yrði fyrir aðgang t.a.m. að Þingvöllum, sem hann hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Ögmundi er auðvitað frjálst að skipta um skoðun síðan hann samþykkti þetta lagaákvæði. Þessi heimild hefur reyndar verið í lögum allt frá árinu 1999 og því heimilt samkvæmt lögum að takmarka aðgang að svæðum með gjaldtöku, ekki bara í umræddum náttúruverndarlögum heldur einnig í þremur öðrum lagabálkum. En varla skiptir það Ögmund þá máli að heimildin sé nýtt með náttúrupassa frekar en í innheimtuhliði við innganginn að Þingvöllum? Það kom fátt á óvart í grein Ögmundar – en það sem er vont að sitja undir eru ávirðingar hans um að ég sé að láta eftir vilja einstakra fyrirtækja eða hagsmunaaðila. Ögmundur hefði þá átt að nefna björgunarsveitir landsins í þeirri upptalningu, en með frumvarpinu er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til þeirra sem fá í síauknum mæli verkefni við björgun ferðafólks samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar. Því fer fjarri að gengið sé erinda ákveðinna hópa. Náttúrupassinn gerir það einmitt að verkum að hann leggst ekki á einn afmarkaðan anga ferðaþjónustunnar, heldur aðeins á þá einstaklinga sem kjósa að heimsækja vinsæla ferðamannastaði. Það eina sem hefur vakað fyrir mér frá því málið kom upp er að vernda náttúruna – „vöruna“ sem um 80% erlendra ferðamanna segjast koma til að upplifa. Ég ætla ekki að fara fram á margt við Ögmund í þessari umræðu, en bið hann þó um það lítilræði að halda sig við málefnin og að tala út frá staðreyndum. Þannig gætum við jafnvel talað okkur niður á sameiginlega lausn.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun