Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi Sigríður Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Ofbeldi er smánarblettur á hverju samfélagi og mikilvægt er að vinna markvisst að útrýmingu þess. Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi var yfirskrift málþings sem Jafnréttisstofa, norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu nýlega fyrir. Þar var kynnt viðamikil rannsókn sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Evrópusambandsins á ofbeldi gegn konum í 28 Evrópulöndum (Violence against women: An EU-wide survey. Results at a glance). Rannsóknarniðurstöðurnar byggjast á persónulegum viðtölum við 42.000 konur í Evrópu og er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á reynslu kvenna af ofbeldi í Evrópu og reyndar á heimsvísu. Konurnar voru á aldrinum 18-74 ára og voru valdar af handahófi. Rannsóknin gefur til kynna að ofbeldi gegn konum sé algengt en falið mannréttindabrot í Evrópu. Mannréttindastofnun Evrópusambandsins hvetur allar þjóðir í Evrópu til að skera upp herör gegn ofbeldi gegn konum og að gera allt sem hægt er til að hindra það. Í rannsókninni kom meðal annars fram að barnshafandi konur eru sérstakur áhættuhópur en 42% kvenna urðu fyrir ofbeldi meðan þær áttu von á barni. Einni af hverjum 20 konum hafði verið nauðgað frá 15 ára aldri. Um þriðjungur kvenna hafði orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Þá höfðu 27% kvenna þurft að þola einhvers konar líkamlegt ofbeldi af hendi fullorðins einstaklings fyrir 15 ára aldur og 12% kvenna höfðu þurft að þola kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Í 97% tilfella kynferðislegs ofbeldis í bernsku var ofbeldismaðurinn karlmaður.Í mestri hættu Rannsóknin sýnir að það eru ungar konur sem eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Því þarf að beina athyglinni alveg sérstaklega að þeim þegar rætt er um aðferðir til að hindra ofbeldi gegn konum. Í Istanbúlsamningi Evrópuráðsins eru settir fram staðlar um hvernig aðstoða skuli þolendur kynbundins ofbeldis. Þessa staðla þarf að kynna og innleiða. Við erum hönnuð til að vera heilbrigð en hver manneskja er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur á sálinni brýtur á líkamanum. Í fáu er þessi sannleikur jafn skýr og í áhrifum ofbeldis á líkamann, hvort sem ofbeldið sjálft er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Stórar rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Ræða þarf því ofbeldi sem lýðheilsuvandamál. Mikilvægt er að auka þekkingu á ofbeldi og áhrifum þess, taka á vandanum með samstilltu átaki allra aðila og vinna markvisst að því að útrýma því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er smánarblettur á hverju samfélagi og mikilvægt er að vinna markvisst að útrýmingu þess. Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi var yfirskrift málþings sem Jafnréttisstofa, norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu nýlega fyrir. Þar var kynnt viðamikil rannsókn sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Evrópusambandsins á ofbeldi gegn konum í 28 Evrópulöndum (Violence against women: An EU-wide survey. Results at a glance). Rannsóknarniðurstöðurnar byggjast á persónulegum viðtölum við 42.000 konur í Evrópu og er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á reynslu kvenna af ofbeldi í Evrópu og reyndar á heimsvísu. Konurnar voru á aldrinum 18-74 ára og voru valdar af handahófi. Rannsóknin gefur til kynna að ofbeldi gegn konum sé algengt en falið mannréttindabrot í Evrópu. Mannréttindastofnun Evrópusambandsins hvetur allar þjóðir í Evrópu til að skera upp herör gegn ofbeldi gegn konum og að gera allt sem hægt er til að hindra það. Í rannsókninni kom meðal annars fram að barnshafandi konur eru sérstakur áhættuhópur en 42% kvenna urðu fyrir ofbeldi meðan þær áttu von á barni. Einni af hverjum 20 konum hafði verið nauðgað frá 15 ára aldri. Um þriðjungur kvenna hafði orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Þá höfðu 27% kvenna þurft að þola einhvers konar líkamlegt ofbeldi af hendi fullorðins einstaklings fyrir 15 ára aldur og 12% kvenna höfðu þurft að þola kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Í 97% tilfella kynferðislegs ofbeldis í bernsku var ofbeldismaðurinn karlmaður.Í mestri hættu Rannsóknin sýnir að það eru ungar konur sem eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Því þarf að beina athyglinni alveg sérstaklega að þeim þegar rætt er um aðferðir til að hindra ofbeldi gegn konum. Í Istanbúlsamningi Evrópuráðsins eru settir fram staðlar um hvernig aðstoða skuli þolendur kynbundins ofbeldis. Þessa staðla þarf að kynna og innleiða. Við erum hönnuð til að vera heilbrigð en hver manneskja er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur á sálinni brýtur á líkamanum. Í fáu er þessi sannleikur jafn skýr og í áhrifum ofbeldis á líkamann, hvort sem ofbeldið sjálft er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Stórar rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Ræða þarf því ofbeldi sem lýðheilsuvandamál. Mikilvægt er að auka þekkingu á ofbeldi og áhrifum þess, taka á vandanum með samstilltu átaki allra aðila og vinna markvisst að því að útrýma því.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun