Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi Sigríður Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Ofbeldi er smánarblettur á hverju samfélagi og mikilvægt er að vinna markvisst að útrýmingu þess. Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi var yfirskrift málþings sem Jafnréttisstofa, norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu nýlega fyrir. Þar var kynnt viðamikil rannsókn sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Evrópusambandsins á ofbeldi gegn konum í 28 Evrópulöndum (Violence against women: An EU-wide survey. Results at a glance). Rannsóknarniðurstöðurnar byggjast á persónulegum viðtölum við 42.000 konur í Evrópu og er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á reynslu kvenna af ofbeldi í Evrópu og reyndar á heimsvísu. Konurnar voru á aldrinum 18-74 ára og voru valdar af handahófi. Rannsóknin gefur til kynna að ofbeldi gegn konum sé algengt en falið mannréttindabrot í Evrópu. Mannréttindastofnun Evrópusambandsins hvetur allar þjóðir í Evrópu til að skera upp herör gegn ofbeldi gegn konum og að gera allt sem hægt er til að hindra það. Í rannsókninni kom meðal annars fram að barnshafandi konur eru sérstakur áhættuhópur en 42% kvenna urðu fyrir ofbeldi meðan þær áttu von á barni. Einni af hverjum 20 konum hafði verið nauðgað frá 15 ára aldri. Um þriðjungur kvenna hafði orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Þá höfðu 27% kvenna þurft að þola einhvers konar líkamlegt ofbeldi af hendi fullorðins einstaklings fyrir 15 ára aldur og 12% kvenna höfðu þurft að þola kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Í 97% tilfella kynferðislegs ofbeldis í bernsku var ofbeldismaðurinn karlmaður.Í mestri hættu Rannsóknin sýnir að það eru ungar konur sem eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Því þarf að beina athyglinni alveg sérstaklega að þeim þegar rætt er um aðferðir til að hindra ofbeldi gegn konum. Í Istanbúlsamningi Evrópuráðsins eru settir fram staðlar um hvernig aðstoða skuli þolendur kynbundins ofbeldis. Þessa staðla þarf að kynna og innleiða. Við erum hönnuð til að vera heilbrigð en hver manneskja er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur á sálinni brýtur á líkamanum. Í fáu er þessi sannleikur jafn skýr og í áhrifum ofbeldis á líkamann, hvort sem ofbeldið sjálft er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Stórar rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Ræða þarf því ofbeldi sem lýðheilsuvandamál. Mikilvægt er að auka þekkingu á ofbeldi og áhrifum þess, taka á vandanum með samstilltu átaki allra aðila og vinna markvisst að því að útrýma því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi er smánarblettur á hverju samfélagi og mikilvægt er að vinna markvisst að útrýmingu þess. Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi var yfirskrift málþings sem Jafnréttisstofa, norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu nýlega fyrir. Þar var kynnt viðamikil rannsókn sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Evrópusambandsins á ofbeldi gegn konum í 28 Evrópulöndum (Violence against women: An EU-wide survey. Results at a glance). Rannsóknarniðurstöðurnar byggjast á persónulegum viðtölum við 42.000 konur í Evrópu og er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á reynslu kvenna af ofbeldi í Evrópu og reyndar á heimsvísu. Konurnar voru á aldrinum 18-74 ára og voru valdar af handahófi. Rannsóknin gefur til kynna að ofbeldi gegn konum sé algengt en falið mannréttindabrot í Evrópu. Mannréttindastofnun Evrópusambandsins hvetur allar þjóðir í Evrópu til að skera upp herör gegn ofbeldi gegn konum og að gera allt sem hægt er til að hindra það. Í rannsókninni kom meðal annars fram að barnshafandi konur eru sérstakur áhættuhópur en 42% kvenna urðu fyrir ofbeldi meðan þær áttu von á barni. Einni af hverjum 20 konum hafði verið nauðgað frá 15 ára aldri. Um þriðjungur kvenna hafði orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Þá höfðu 27% kvenna þurft að þola einhvers konar líkamlegt ofbeldi af hendi fullorðins einstaklings fyrir 15 ára aldur og 12% kvenna höfðu þurft að þola kynferðislegt ofbeldi í bernsku. Í 97% tilfella kynferðislegs ofbeldis í bernsku var ofbeldismaðurinn karlmaður.Í mestri hættu Rannsóknin sýnir að það eru ungar konur sem eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Því þarf að beina athyglinni alveg sérstaklega að þeim þegar rætt er um aðferðir til að hindra ofbeldi gegn konum. Í Istanbúlsamningi Evrópuráðsins eru settir fram staðlar um hvernig aðstoða skuli þolendur kynbundins ofbeldis. Þessa staðla þarf að kynna og innleiða. Við erum hönnuð til að vera heilbrigð en hver manneskja er ein heild, líkami og sál. Það sem brýtur á sálinni brýtur á líkamanum. Í fáu er þessi sannleikur jafn skýr og í áhrifum ofbeldis á líkamann, hvort sem ofbeldið sjálft er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Stórar rannsóknir sýna að þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Ræða þarf því ofbeldi sem lýðheilsuvandamál. Mikilvægt er að auka þekkingu á ofbeldi og áhrifum þess, taka á vandanum með samstilltu átaki allra aðila og vinna markvisst að því að útrýma því.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar