Tungumál eru lyklar að heimum Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar 8. desember 2014 00:00 Nýleg rannsókn sem birt er á vef Evrópska nýmálasetursins í Graz og gerð var á meðal evrópskra ungmenna staðfestir að þeir sem lagt hafa stund á nám í tveimur eða fleiri tungumálum og dvalið við nám og/eða störf utan heimalandsins eru mun frekar boðaðir í atvinnuviðtöl. Bent er á að athugul ígrundun framandi aðstæðna og umhverfis sé meginviðfangsefni þess sem að heiman dvelur og staðfest að sú færni í menningarlæsi sem fæst við þessar aðstæður leggi lóð á vogarskálar samskipta- og félagsfærni. Þessi þjálfun stuðlar því að farsælli tengslamyndun í hnattrænum samtíma. „Vits er þörf þeim er víða ratar,“ segir áletrun sem blasir við þeim sem um Háskólatorg Háskóla Íslands fara og til að koma umræddu viti á framfæri þarf tjáningarmiðil, ósjaldan annað tungumál en íslensku í tilfelli Íslendinga. Því er nefnilega þannig háttað að utan 200 sjómílna landhelginnar dugar íslenskan skammt og þótt enska nýtist okkur í nágrannalöndunum taka önnur tungumál við þegar lengra er haldið. Stórhuga ungmenni sem horfa í alvöru til framtíðar ættu því ekki að láta blekkjast af ofuráherslu á einföldun umheimsins og klisjunni um að sæmileg enskukunnátta sé allt sem þarf. Án þekkingar á fleiri tungumálum en ensku, færni í menningarlæsi og hæfni í samskiptum verður starfsvettvangurinn að öllum líkindum takmarkaður við litla Ísland. Hæfni og færni í ensku skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en víðast hvar á Vesturlöndum er enskukunnátta álitin jafn sjálfsögð og grunnskólapróf. Það eru viðbótartungumálin sem skipta mestu máli. Eiginlegir heimsborgarar þurfa að geta látið ljós sitt skína fyrir tilstilli fleiri tungumála en enskunnar einnar – eða í formi þýðinga ef því er að skipta. Tungumálanám og -kennsla er grunnforsenda þess að athafna-, viðskipta-, vísinda-, menningar- og menntalíf blómstri – ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Símenntun á sviði tungumála og menningarlæsis er forsenda frekari framfara og það er aldrei of seint að hefjast handa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókn sem birt er á vef Evrópska nýmálasetursins í Graz og gerð var á meðal evrópskra ungmenna staðfestir að þeir sem lagt hafa stund á nám í tveimur eða fleiri tungumálum og dvalið við nám og/eða störf utan heimalandsins eru mun frekar boðaðir í atvinnuviðtöl. Bent er á að athugul ígrundun framandi aðstæðna og umhverfis sé meginviðfangsefni þess sem að heiman dvelur og staðfest að sú færni í menningarlæsi sem fæst við þessar aðstæður leggi lóð á vogarskálar samskipta- og félagsfærni. Þessi þjálfun stuðlar því að farsælli tengslamyndun í hnattrænum samtíma. „Vits er þörf þeim er víða ratar,“ segir áletrun sem blasir við þeim sem um Háskólatorg Háskóla Íslands fara og til að koma umræddu viti á framfæri þarf tjáningarmiðil, ósjaldan annað tungumál en íslensku í tilfelli Íslendinga. Því er nefnilega þannig háttað að utan 200 sjómílna landhelginnar dugar íslenskan skammt og þótt enska nýtist okkur í nágrannalöndunum taka önnur tungumál við þegar lengra er haldið. Stórhuga ungmenni sem horfa í alvöru til framtíðar ættu því ekki að láta blekkjast af ofuráherslu á einföldun umheimsins og klisjunni um að sæmileg enskukunnátta sé allt sem þarf. Án þekkingar á fleiri tungumálum en ensku, færni í menningarlæsi og hæfni í samskiptum verður starfsvettvangurinn að öllum líkindum takmarkaður við litla Ísland. Hæfni og færni í ensku skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en víðast hvar á Vesturlöndum er enskukunnátta álitin jafn sjálfsögð og grunnskólapróf. Það eru viðbótartungumálin sem skipta mestu máli. Eiginlegir heimsborgarar þurfa að geta látið ljós sitt skína fyrir tilstilli fleiri tungumála en enskunnar einnar – eða í formi þýðinga ef því er að skipta. Tungumálanám og -kennsla er grunnforsenda þess að athafna-, viðskipta-, vísinda-, menningar- og menntalíf blómstri – ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Símenntun á sviði tungumála og menningarlæsis er forsenda frekari framfara og það er aldrei of seint að hefjast handa!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar