Sjálfboðaliðar eru hreyfiafl mannúðarstarfs Hermann Ottósson skrifar 5. desember 2014 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar