Sjálfboðaliðar eru hreyfiafl mannúðarstarfs Hermann Ottósson skrifar 5. desember 2014 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig!
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun