Sjálfboðaliðar eru hreyfiafl mannúðarstarfs Hermann Ottósson skrifar 5. desember 2014 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar