Sjálfboðaliðar eru hreyfiafl mannúðarstarfs Hermann Ottósson skrifar 5. desember 2014 07:00 Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðan 1985 að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðarstarfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum innanlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heimsvísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Margir þessara félaga eru virkir sjálfboðaliðar sem bjóða fram þjónustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkomandi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynningu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upphaflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra hermanna á vígvellinum. En neyðarástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óútreiknanleg og á tíðum miskunnarlaus. Þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjölbreyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félagslega einangraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verkefna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar