Að heila ofbeldisreynslu Sandra Sif Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Það væri draumur að búa í samfélagi þar sem ekkert ofbeldi þrifist. Því miður er staðreyndin þó sú að mörg okkar verða fyrir því á lífsleiðinni að vera beitt ofbeldi. Það hefur oftast mikil áhrif á tilfinningalífið, sjálfsmyndina og tengslin við aðra. Viðbrögð við ofbeldi eru oftar en ekki reiði, ótti, óöryggi, vantraust, sjálfsásökun, sorg, sjálfshatur og fleiri álíka tilfinningar. Þótt þetta séu eðlileg viðbrögð verður að forðast að leyfa þess konar tilfinningum að skjóta rótum til að þær fari ekki að hafa áhrif á lífsgleði og hamingju. Það þarf að læra að umbreyta sársaukanum svo hann nái ekki tökum á okkur og komi í veg fyrir að við njótum lífsins í góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.Hvernig getum við hjálpað? Þolandi ofbeldis gerir best í því að standa með sjálfum sér og forðast sjálfsásakanir. Hann verður að læra að færa ábyrgðina yfir á gerandann þannig að sjálfið nái sér að fullu og sjálfið grói sára sinna. Þetta eru góð ráð en hvernig getum við sem samfélag hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi til að takast á við erfiða og sára reynslu? Þótt svarið geti hljómað einfalt er það ekki alltaf jafn auðvelt í framkvæmd. Eitt af því sem einkennir okkur mannfólkið er þörfin fyrir stuðning, það að vita að einhverjum er ekki sama og að einhver standi við bakið á okkur. Við erum öll tilfinningaverur og þörfnumst kærleika og umhyggju. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi þurfa á miklum stuðningi að halda. Þeir þurfa að vita að þeir eru ekki einir á báti og að einhver er tilbúinn til að veita þeim stuðning. Þeir þurfa að finna samkennd og nauðsynlegt er að ábyrgðinni á ofbeldisverkinu sé ekki velt yfir á þolandann. Þetta ættum við sem samfélag, sem vinir og sem fjölskylda að gera óháð því hvers kyns ofbeldisverkið var, óháð aðstæðum, óháð geranda og þolanda, óháð því hverju þolandinn klæddist, hvað hann sagði, hvað hann gerði og svo framvegis. Að valda einhverjum sársauka án óþvingaðs samþykkis þess sem fyrir verður tekur sér bólfestu í huga og líkama og getur valdið ómældum skaða. Með því að sýna þolendum stuðning og samkennd stuðlum við að heilun þeirra. Við eflum þá til að takast á við eigin reynslu, lifa án sektarkenndar og sjálfsásökunar. Það þarf oft meira til en ég tel að hér sé gott að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það væri draumur að búa í samfélagi þar sem ekkert ofbeldi þrifist. Því miður er staðreyndin þó sú að mörg okkar verða fyrir því á lífsleiðinni að vera beitt ofbeldi. Það hefur oftast mikil áhrif á tilfinningalífið, sjálfsmyndina og tengslin við aðra. Viðbrögð við ofbeldi eru oftar en ekki reiði, ótti, óöryggi, vantraust, sjálfsásökun, sorg, sjálfshatur og fleiri álíka tilfinningar. Þótt þetta séu eðlileg viðbrögð verður að forðast að leyfa þess konar tilfinningum að skjóta rótum til að þær fari ekki að hafa áhrif á lífsgleði og hamingju. Það þarf að læra að umbreyta sársaukanum svo hann nái ekki tökum á okkur og komi í veg fyrir að við njótum lífsins í góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.Hvernig getum við hjálpað? Þolandi ofbeldis gerir best í því að standa með sjálfum sér og forðast sjálfsásakanir. Hann verður að læra að færa ábyrgðina yfir á gerandann þannig að sjálfið nái sér að fullu og sjálfið grói sára sinna. Þetta eru góð ráð en hvernig getum við sem samfélag hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi til að takast á við erfiða og sára reynslu? Þótt svarið geti hljómað einfalt er það ekki alltaf jafn auðvelt í framkvæmd. Eitt af því sem einkennir okkur mannfólkið er þörfin fyrir stuðning, það að vita að einhverjum er ekki sama og að einhver standi við bakið á okkur. Við erum öll tilfinningaverur og þörfnumst kærleika og umhyggju. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi þurfa á miklum stuðningi að halda. Þeir þurfa að vita að þeir eru ekki einir á báti og að einhver er tilbúinn til að veita þeim stuðning. Þeir þurfa að finna samkennd og nauðsynlegt er að ábyrgðinni á ofbeldisverkinu sé ekki velt yfir á þolandann. Þetta ættum við sem samfélag, sem vinir og sem fjölskylda að gera óháð því hvers kyns ofbeldisverkið var, óháð aðstæðum, óháð geranda og þolanda, óháð því hverju þolandinn klæddist, hvað hann sagði, hvað hann gerði og svo framvegis. Að valda einhverjum sársauka án óþvingaðs samþykkis þess sem fyrir verður tekur sér bólfestu í huga og líkama og getur valdið ómældum skaða. Með því að sýna þolendum stuðning og samkennd stuðlum við að heilun þeirra. Við eflum þá til að takast á við eigin reynslu, lifa án sektarkenndar og sjálfsásökunar. Það þarf oft meira til en ég tel að hér sé gott að byrja.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar