Að heila ofbeldisreynslu Sandra Sif Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Það væri draumur að búa í samfélagi þar sem ekkert ofbeldi þrifist. Því miður er staðreyndin þó sú að mörg okkar verða fyrir því á lífsleiðinni að vera beitt ofbeldi. Það hefur oftast mikil áhrif á tilfinningalífið, sjálfsmyndina og tengslin við aðra. Viðbrögð við ofbeldi eru oftar en ekki reiði, ótti, óöryggi, vantraust, sjálfsásökun, sorg, sjálfshatur og fleiri álíka tilfinningar. Þótt þetta séu eðlileg viðbrögð verður að forðast að leyfa þess konar tilfinningum að skjóta rótum til að þær fari ekki að hafa áhrif á lífsgleði og hamingju. Það þarf að læra að umbreyta sársaukanum svo hann nái ekki tökum á okkur og komi í veg fyrir að við njótum lífsins í góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.Hvernig getum við hjálpað? Þolandi ofbeldis gerir best í því að standa með sjálfum sér og forðast sjálfsásakanir. Hann verður að læra að færa ábyrgðina yfir á gerandann þannig að sjálfið nái sér að fullu og sjálfið grói sára sinna. Þetta eru góð ráð en hvernig getum við sem samfélag hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi til að takast á við erfiða og sára reynslu? Þótt svarið geti hljómað einfalt er það ekki alltaf jafn auðvelt í framkvæmd. Eitt af því sem einkennir okkur mannfólkið er þörfin fyrir stuðning, það að vita að einhverjum er ekki sama og að einhver standi við bakið á okkur. Við erum öll tilfinningaverur og þörfnumst kærleika og umhyggju. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi þurfa á miklum stuðningi að halda. Þeir þurfa að vita að þeir eru ekki einir á báti og að einhver er tilbúinn til að veita þeim stuðning. Þeir þurfa að finna samkennd og nauðsynlegt er að ábyrgðinni á ofbeldisverkinu sé ekki velt yfir á þolandann. Þetta ættum við sem samfélag, sem vinir og sem fjölskylda að gera óháð því hvers kyns ofbeldisverkið var, óháð aðstæðum, óháð geranda og þolanda, óháð því hverju þolandinn klæddist, hvað hann sagði, hvað hann gerði og svo framvegis. Að valda einhverjum sársauka án óþvingaðs samþykkis þess sem fyrir verður tekur sér bólfestu í huga og líkama og getur valdið ómældum skaða. Með því að sýna þolendum stuðning og samkennd stuðlum við að heilun þeirra. Við eflum þá til að takast á við eigin reynslu, lifa án sektarkenndar og sjálfsásökunar. Það þarf oft meira til en ég tel að hér sé gott að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það væri draumur að búa í samfélagi þar sem ekkert ofbeldi þrifist. Því miður er staðreyndin þó sú að mörg okkar verða fyrir því á lífsleiðinni að vera beitt ofbeldi. Það hefur oftast mikil áhrif á tilfinningalífið, sjálfsmyndina og tengslin við aðra. Viðbrögð við ofbeldi eru oftar en ekki reiði, ótti, óöryggi, vantraust, sjálfsásökun, sorg, sjálfshatur og fleiri álíka tilfinningar. Þótt þetta séu eðlileg viðbrögð verður að forðast að leyfa þess konar tilfinningum að skjóta rótum til að þær fari ekki að hafa áhrif á lífsgleði og hamingju. Það þarf að læra að umbreyta sársaukanum svo hann nái ekki tökum á okkur og komi í veg fyrir að við njótum lífsins í góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.Hvernig getum við hjálpað? Þolandi ofbeldis gerir best í því að standa með sjálfum sér og forðast sjálfsásakanir. Hann verður að læra að færa ábyrgðina yfir á gerandann þannig að sjálfið nái sér að fullu og sjálfið grói sára sinna. Þetta eru góð ráð en hvernig getum við sem samfélag hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi til að takast á við erfiða og sára reynslu? Þótt svarið geti hljómað einfalt er það ekki alltaf jafn auðvelt í framkvæmd. Eitt af því sem einkennir okkur mannfólkið er þörfin fyrir stuðning, það að vita að einhverjum er ekki sama og að einhver standi við bakið á okkur. Við erum öll tilfinningaverur og þörfnumst kærleika og umhyggju. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi þurfa á miklum stuðningi að halda. Þeir þurfa að vita að þeir eru ekki einir á báti og að einhver er tilbúinn til að veita þeim stuðning. Þeir þurfa að finna samkennd og nauðsynlegt er að ábyrgðinni á ofbeldisverkinu sé ekki velt yfir á þolandann. Þetta ættum við sem samfélag, sem vinir og sem fjölskylda að gera óháð því hvers kyns ofbeldisverkið var, óháð aðstæðum, óháð geranda og þolanda, óháð því hverju þolandinn klæddist, hvað hann sagði, hvað hann gerði og svo framvegis. Að valda einhverjum sársauka án óþvingaðs samþykkis þess sem fyrir verður tekur sér bólfestu í huga og líkama og getur valdið ómældum skaða. Með því að sýna þolendum stuðning og samkennd stuðlum við að heilun þeirra. Við eflum þá til að takast á við eigin reynslu, lifa án sektarkenndar og sjálfsásökunar. Það þarf oft meira til en ég tel að hér sé gott að byrja.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar