Vinátta er forvörn gegn einelti Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun