Hún var bara lítið barn! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Hún var aðeins tíu ára gömul, stúlkan frá El Salvador sem var neydd til að fæða barn. Allt frá því hún var kornabarn hafði hún sætt kynferðislegri misnotkun. Eftir eina af mörgum nauðgunum varð hún þunguð og þar sem fortakslaust bann ríkir við fóstureyðingum í El Salvador átti hún ekki annarra kosta völ en að ganga með barnið. Læknir sem meðhöndlaði litlu stúlkuna lét eftirfarandi orð falla: „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára…Þetta var hrikalega erfitt mál…það endaði með keisaraskurði á 32. viku meðgöngu…þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að koma fyrir hana…hún bað okkur um liti, Crayon-liti, og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni.“ Blátt bann við fóstureyðingum var bundið í landslög í El Salvador árið 1998 sem þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra sé ógnað, þungun sé afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða sýnt þyki að fóstrið sé ekki lífvænlegt. Bannið undanskilur ekki einu sinni barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Hér er um ríkisofbeldi gegn konum og stúlkum að ræða og jafngildir bannið pyndingum og annarri illri meðferð samkvæmt Amnesty International. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem brotið er miskunnarlaust á konum, börnum og karlmönnum. Moses var að ljúka grunnskólaprófi þegar líf hans tók hamskiptum. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar nígeríski herinn handtók hann í nóvember árið 2005. Moses var ásakaður um að stela þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði og sætti pyndingum og annarri illri meðferð í kjölfarið. Hann var meðal annars bundinn og hengdur upp á fótum í nokkrar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og notast var við töng til að draga neglur af fingrum og tám til að þvinga hann til játningar. Réttarhöldin og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum Moses sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Eftir átta ár í fangelsi var Moses dæmdur til dauða með hengingu.Bréf til bjargar lífi Víða um heim er frelsi fólks ógnað, mótmælendur eru fangelsaðir og jafnvel pyndaðir fyrir að birta skoðanir sínar opinberlega, aðgerðasinnar eru dæmdir til dauða, konur og stúlkur deyja við barnsburð af því þær fá ekki notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu eða þær fá engu ráðið um eigið líf og líkama. Undanfarin ár, í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, hefur Amnesty International staðið fyrir einum stærsta mannréttindaviðburði heims – bréfamaraþoni. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman um víða veröld og senda bréf til stjórnvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum fólks. Einnig hafa þolendum mannréttindabrota verið sendar stuðningskveðjur, en fyrir þolendur brotanna og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja en á síðasta ári voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Bréfin bera sannarlega árangur. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi. Pyndarar eru látnir svara til saka og fólk í fangelsum fær mannúðlegri meðferð. Yorm Bopha frá Kambódíu er til að mynda ein þeirra sem fengu lausn sinna mála í kjölfar bréfasendinga. Yfirvöld fengu nálægt 253.000 áköll frá stuðningsfólki Amnesty sem tók þátt í bréfamaraþoninu í 54 löndum. Yorm sat í fangelsi í þrjú ár eftir falskar ákærur á hendur henni vegna mótmæla gegn þvinguðum brottflutningi á fólki í samfélagi hennar. Hún var leyst úr haldi gegn tryggingu í nóvember 2013. Hún heldur nú áfram að berjast fyrir samfélag sitt. Þannig eru mörg dæmi um að þrýstingur á yfirvöld beri árangur. Fleiri þurfa nú hjálpar ykkar við. Ekki láta ykkar eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Takið þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International. Þar getið þið brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli að halda. Ofangreind mál, Moses frá Nígeríu og blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador, eru meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á bréfamaraþoni Amnesty í ár. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á öllum þeim 19 stöðum á landinu sem bréfamaraþonið fer fram í ár. Einnig er hægt að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Dagskrána má finna á www.amnesty.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hún var aðeins tíu ára gömul, stúlkan frá El Salvador sem var neydd til að fæða barn. Allt frá því hún var kornabarn hafði hún sætt kynferðislegri misnotkun. Eftir eina af mörgum nauðgunum varð hún þunguð og þar sem fortakslaust bann ríkir við fóstureyðingum í El Salvador átti hún ekki annarra kosta völ en að ganga með barnið. Læknir sem meðhöndlaði litlu stúlkuna lét eftirfarandi orð falla: „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára…Þetta var hrikalega erfitt mál…það endaði með keisaraskurði á 32. viku meðgöngu…þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að koma fyrir hana…hún bað okkur um liti, Crayon-liti, og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni.“ Blátt bann við fóstureyðingum var bundið í landslög í El Salvador árið 1998 sem þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra sé ógnað, þungun sé afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða sýnt þyki að fóstrið sé ekki lífvænlegt. Bannið undanskilur ekki einu sinni barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Hér er um ríkisofbeldi gegn konum og stúlkum að ræða og jafngildir bannið pyndingum og annarri illri meðferð samkvæmt Amnesty International. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem brotið er miskunnarlaust á konum, börnum og karlmönnum. Moses var að ljúka grunnskólaprófi þegar líf hans tók hamskiptum. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar nígeríski herinn handtók hann í nóvember árið 2005. Moses var ásakaður um að stela þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði og sætti pyndingum og annarri illri meðferð í kjölfarið. Hann var meðal annars bundinn og hengdur upp á fótum í nokkrar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og notast var við töng til að draga neglur af fingrum og tám til að þvinga hann til játningar. Réttarhöldin og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum Moses sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Eftir átta ár í fangelsi var Moses dæmdur til dauða með hengingu.Bréf til bjargar lífi Víða um heim er frelsi fólks ógnað, mótmælendur eru fangelsaðir og jafnvel pyndaðir fyrir að birta skoðanir sínar opinberlega, aðgerðasinnar eru dæmdir til dauða, konur og stúlkur deyja við barnsburð af því þær fá ekki notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu eða þær fá engu ráðið um eigið líf og líkama. Undanfarin ár, í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, hefur Amnesty International staðið fyrir einum stærsta mannréttindaviðburði heims – bréfamaraþoni. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman um víða veröld og senda bréf til stjórnvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum fólks. Einnig hafa þolendum mannréttindabrota verið sendar stuðningskveðjur, en fyrir þolendur brotanna og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja en á síðasta ári voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Bréfin bera sannarlega árangur. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Fólk sem er ranglega fangelsað er leyst úr haldi. Pyndarar eru látnir svara til saka og fólk í fangelsum fær mannúðlegri meðferð. Yorm Bopha frá Kambódíu er til að mynda ein þeirra sem fengu lausn sinna mála í kjölfar bréfasendinga. Yfirvöld fengu nálægt 253.000 áköll frá stuðningsfólki Amnesty sem tók þátt í bréfamaraþoninu í 54 löndum. Yorm sat í fangelsi í þrjú ár eftir falskar ákærur á hendur henni vegna mótmæla gegn þvinguðum brottflutningi á fólki í samfélagi hennar. Hún var leyst úr haldi gegn tryggingu í nóvember 2013. Hún heldur nú áfram að berjast fyrir samfélag sitt. Þannig eru mörg dæmi um að þrýstingur á yfirvöld beri árangur. Fleiri þurfa nú hjálpar ykkar við. Ekki láta ykkar eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Takið þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International. Þar getið þið brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli að halda. Ofangreind mál, Moses frá Nígeríu og blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador, eru meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á bréfamaraþoni Amnesty í ár. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á öllum þeim 19 stöðum á landinu sem bréfamaraþonið fer fram í ár. Einnig er hægt að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Dagskrána má finna á www.amnesty.is.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun